A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Heilsuefling heldur áfram

| 07. september 2012
Hressir krakkar í Leikskólanum Lækjarbrekku - ljósm. IV
Hressir krakkar í Leikskólanum Lækjarbrekku - ljósm. IV
Á morgun, laugardaginn 8. september, er komið að allra yngstu kynslóðinni að taka þátt í heilsueflingu í Strandabyggð. Klukkan 11:00 hefst leikfimi fyrir börn á aldrinum 3-6 ára í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Það er Jóhanna Rósmundsdóttir sem mun sjá um tímana og ætlast er til að foreldi eða umsjónaraðili sem hefur náð 15 ára aldri mæti með barninu og taki þátt. Að þessu sinni verður sett upp þrautabraut. Markmið þess að fara í gegnum brautina er meðal annars að efla alhliða hreyfiþroska barna, til dæmis jafnvægi, liðleika, styrk, gróf- og fínhreyfingar.

Fólk er hvatt til að taka þátt í heilsueflingunni og mæta um helgina - sjá dagskrána með því að smella hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón