A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hátíðarbærinn Hólmavík

| 20. apríl 2021
Mynd frá Bókavík 2020
Mynd frá Bókavík 2020

Bjartsýni, menning og hátíðargleði einkenna samfélagið á Ströndum. Því var gripið til þess ráðs, þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og sóttvarnaraðgerðir, að gera Hólmavík að hátíðarbæ.

Það þýðir að allt árið 2021 verður að minnsta kosti ein hátíð haldin í mánuði. Hátíðirnar eru fjölbreyttar að stærð, gerð og tilefni en hafa allar þann sameiginlega tilgang að auka fjölbreytni og skapa tilefni fyrir íbúa og velunnara Strandabyggðar til að gera sér glaðan dag. Ekki hafa allar dagsetningar verið ákveðnar og hafa skal í huga að við aðlögum okkur að samkomutakmörkunum hverju sinni.

Skipulag hátíðanna er í höndum félagasamtaka, safna og íþróttafélaga auk sveitarfélagsins og hafa sumar hverjar fengið styrki út ýmsum áttum. Ef þú hefur áhgua á að leggja þitt að mörkum við eitthvað tilefni er um að gera að hafa samband í tölvupósti tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Hátíðir sem liggja fyrir á árinu eru:

Vetrarsól á Ströndum– 15.-17. janúar

Hörmungardagar – 26.-28. febrúar

Strandagangan - 13.-14. mars

Húmorsþing – 26.-28. mars

Afmælishátíð Leikfélags Hólmavíkur - hefst í apríl

Háskólalestin - maí

Hamingjudagar – 25.-27. júní

Náttúrubarnahátíð – 9.-11. Júlí

Trékyllisheiði - ágúst

Hrútaþukl – ágúst

Göngur og réttir - september

Sviðaveisla – október

Hrekkjavík - október

Bókavík – nóvember

Góða skemmtun!

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón