A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gleđilega Hátíđ!

| 23. desember 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Ég geri ráð fyrir að nú sé kominn skötuilmur í hús, enda Jólin að bresta á.  Það er einhvern veginn þannig finnst mér, að þrátt fyrir að jólalög hafi nú ómað í vel á annan mánuð og jólaljósum hafi fjölgað daglega á húsum, bátum, í görðum og gluggum að undanförnu, þá rennur það fyrst upp fyrir manni á Þorláksmessu, að jólin séu að bresta á.  Skatan, skötulyktin, kartöflur og hamsatólg.  Þarna byrja jólin.  Þannig er það að minsta kosti hjá mér, enda alinn upp við vel kæsta skötu.

En jólin snúast samt um annað og meira an skötulykt.  Hvert og eitt okkar tengir jólin við sína sögu, á sinn hátt.  Flest okkar finna þó sennilega fyrir kærleik, samkennd og þörfinni fyrir samveru í tengslum við jólin.  Þessar tilfinningar eru sjálfsagt ennþá sterkari nú um þessu jól en oftast áður, sökum Covid -19, sem hefur takmarkað svo mjög allar samverustundir. 

Um leið og við óskum íbúum Strandabyggðar og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla, hvetjum við alla til að fara varlega og hugsa fyrst og fremst um sinn innsta hring.  Leyfum okkur bara að hlakka áfram til fjölskylduboðanna og stærri hátíðarhalda.  Þau koma á endanum. 

Gleðilega Hátíð!

Kær kveðja
Sveitarstjórn og starfsmenn Strandabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón