A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrsta hamingjusamþykktin á Íslandi?

| 02. júlí 2011
Frá hátíðarfundi sveitarstjórnar. Myndir JG.
Frá hátíðarfundi sveitarstjórnar. Myndir JG.
« 1 af 6 »
Hamingjusamþykkt Strandabyggðar var samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi 1185 sem haldinn var á Klifstúni föstudagskvöldið 1. júlí 2011. Fundurinn var hátíðarfundur í tilefni af Hamingjudögum 2011. Eru líkur leiddar að því að þetta sé fyrsta hamingjusamþykktin sem gerð hafi verið í sveitarfélagi á Íslandi og áhugavert að vita hvort slíkar samþykktir þekkist annarsstaðar í heiminum. Hamingjusamþykkt Strandabyggðar er svohljóðandi:


Hamingjusamþykkt Strandabyggðar


Hamingjan er eitt af leiðarljósum í áframhaldandi uppbyggingu í Strandabyggð. Lífsgæði íbúa á Ströndum skipta miklu máli og þau þarf að efla með fjölbreyttum ráðum.


Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.

 

Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.


Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón