A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrirtćki farin ađ skrá sig til ţátttöku: Umhverfisdagur fyrirtćkja og stofnanna á Hólmavík 16. maí 2012

| 10. maí 2012
KSH til fyrirmyndar á umhverfisdegi fyrirtćkja og stofnanna 2012. Mynd IV.
KSH til fyrirmyndar á umhverfisdegi fyrirtćkja og stofnanna 2012. Mynd IV.

Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 16. maí 2012. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar fjarlægi rusl. Þegar hafa Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, Þróunarsetrið á Hólmavík, Hólmadrangur, Hólmavíkurhöfn og Sorpsamlag Strandasýslu tilkynnt þátttöku í deginum. Þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við starfsfólk Áhaldahússins í síma 894 4806, en góð þátttaka var í umhverfisdegi fyrirtækja og stofnanna árið 2011.

 

Frekari fréttir af hreinsunarátaki í Strandabyggð 2012 má sjá hér:

 

Umhverfisdagur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 19. maí 2012. Íbúar eru hvattir til að hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum. Starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi tímum:


Umhverfisdagur á Hólmavík laugardaginn 19. maí 2012

- 14:00 Bláa hverfið
- 15:00 Appelsínugula hverfið
- 16:00 Rauða hverfið


Umhverfisvikur í dreifbýli Strandabyggðar

Sorpsamlag Strandasýslu verði með aukagáma fyrir timbur og járnarusl í Gula hverfinu á eftirtöldum stöðum í sumar:

- Bitrufjörður dagana 18. - 22. júní 2012
- Kollafjörður dagana 25. - 29. júní 2012
- Tungusveit dagana 2. - 6. júlí 2012
- Ísafjarðardjúp dagana 9. - 13. júlí 2012

Lausamunir í landi Strandabyggðar

Fjarlægja á alla lausamuni úr landi Strandabyggðar í Skeljavík/Réttarvík og á öðrum opnum svæðum í eigu Strandabyggðar. Töluverðir lausamunir eru á lóðum sveitarfélagsins uppi á Skeiði sem eigendur eru hvattir til að fjarlægja. Íbúum er bent á gámasvæði í Skothúsvík og geymslusvæði í landi Víðidalsár fyrir þá sem eiga gáma eða vantar geymslu undir tæki og tól og aðra geymslumuni. Hafist verður handa við hreinsunina eftir 1. júní 2012 og eru eigendur lausamuna á fyrrgreindum svæðum hvattir til að fjarlægja þá hið fyrsta.


Númerslausir bílar

Eigendur númerslausra bíla eru eindregið hvattir til að fjarlægja þá sem allra fyrst en hafist verður handa í samráði við Heilbrigiðseftirlit Vestfjarða að fjarlægja númerslausa bíla úr sveitarfélaginu eftir 15. júní 2012.

Fjöldi íbúa á Ströndum hafa verið öflugir undanfarin ár við að fegra okkar fallega umhverfi og góð þátttaka var í umhverfisdögum árið 2011. Eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki í ár. Fátt er notalegra en að njóta fegurðarinnar á Ströndum í snyrtilegu umhverfi.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón