A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrirhuguđ bygging á rađhúsi á Hólmavík

| 15. mars 2012
Líf og fjör á Hólmavík. Mynd IV
Líf og fjör á Hólmavík. Mynd IV
Á sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 13. mars s.l. voru húsnæðismál til umræðu sem er eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélagsins um þessar mundir. Samþykkt var að ganga til viðræðna við Hornsteina fasteignafélag ehf. um kaup á íbúðum í þriggja íbúða raðhúsi sem Hornsteinar hafa hug á að byggja á Hólmavík. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu og hefur sú eftirspurn aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Fjölskyldur hafa ítrekað lent í vandræðum vegna húsnæðisleysis á Hólmavík og algengt að fólk hafi bjargað sér tímabundið með búsetu inn á ættingjum, í sumarhúsum og jafnvel á gistiheimilum á svæðinu.

Um þessar mundir er fjöldi fjölskyldna og einstaklinga að leita eftir húsnæði í sveitarfélaginu, bæði fólk sem þarf að flytja milli húsnæða á Hólmavík en einnig fólk sem hefur áhuga á að flytja í Strandabyggð frá öðrum sveitarfélögum. Þá hafa fyrirspurnir eftir byggingarlóðum aukist og hefur byggingarfulltrúa verið falið að undirbúa auglýsingu á þeim lóðum sem til eru og skoða frekari möguleika á deiliskipulagningu fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum Hornsteina fasteignafélags á þriggja íbúða raðhúsi á Hólmavík. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir ánægju með að í raðhúsinu verði boðið upp á þrjá mismunandi valkosti í íbúðarstærð sem mætt geti mismunandi þörfum væntanlegra íbúa. Bókun sveitarstjórnar má sjá hér.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón