A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrirhuguð breyting veglínu á Kópnesbraut.

| 13. október 2009

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að setja á sölu gamla barnaskólann á Kópnesbraut sem byggður var árið 1913.  Þar sem búið er að friða skólann ber kaupanda að koma ytra byrði í upprunanlegt horf en er heimilt að innrétta bygginguna eftir sínu höfði.  En vegna fyrirhugaðra breytinga á veglínu, þegar farið verður í að leggja bundið slitlag á Kópnesbrautina, má telja líklegt að núverandi vegur færist töluvert nær gamla barnaskólanum.  Eru því hugsanlegir kaupendur af gamla barnaskólanum, sem og allir íbúar sem áhuga hafa á, hvattir til að kynna sér tillögu um nýju veglínuna á Kópnesbraut en teikning af tillögunni mun liggja frammi á skrifstofu Strandabyggðar, og með því að smella hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón