A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundur međ fjárlaganefnd í dag

| 14. október 2011
Rétt í þessu var að ljúka fundi sveitarstjóra Strandabyggðar með fjárlaganefnd Alþingis. Á fundinum lagði Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri megináherslu á að undirbúningur við stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík yrði hafinn árið 2012 en verkefnið var valið eitt af 7 verkefnum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2012. Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra til undirbúningsvinnu og þarfagreiningar vegna stofnunar framhaldsskóladeildar á Hólmavík sem þjónustað getur nemendur í Strandabyggð, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og jafnvel Dalabyggð og víðar. Fyrirmynd verkefnisins er samstarf á milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Vesturbyggðar þar sem boðið er upp á tveggja ára námsframboð á framhaldsskólastigi en framhaldsskóladeildin í Vesturbyggð hefur haft jákvæð áhrif í för með sér á samfélög á sunnanverðum Vestfjörðum.

Markmið með verkefninu er eftirfarandi:
- Að bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi í heimabyggð haustið 2013 með eflingu og þróun á samkennslu innan svæðisins í samstarfi við aðra starfandi framhaldsskóla
- Að draga úr brottfalli nemenda í framhaldsnámi með því að auka aðgengi og jafnrétti til náms með faglærðum leiðbeinendum í heimabyggð
- Að efla menntunarstig, atvinnulíf og samfélag á Ströndum, Reykhólahreppi og jafnvel Dalabyggð og víðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón