A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fulltrúi í Ungmennaráði Samfés

| 15. desember 2020
Unnur Erna Viðarsdóttir
Unnur Erna Viðarsdóttir
Félagsmiðstöðin Ozon leggur mikið upp úr því að vera í virku samstarfi á landsvísu og fjölga þannig möguleikum ungmenna á þátttöku í fjölbreyttu og uppbyggilegu starfi. 

Samfés er einn þeirra vettvanga og þar leggjum við meðal annars áherslu á að bjóða fram í Ungmennaráð Samfés. Í ráðinu sitja lýðræðislega kjörin ungmenni alls staðar að af landinu en félagsmiðstöðvar í hverju kjördæmi kjósa sér sinn fulltrúa. Í liðinni viku var Unnur Erna Viðarsdóttir kjörin fulltrúi Ozon í Ungmennaráð Samfés og mun hún sitja í því næstu tvö árin.

Fulltrúar ráðsins funda reglulega en Samfés greiðir ferðakostnað ungmennanna. Ráðið hefur mikið vægi í rekstri samtakanna og á  atkvæðarétt á aðalfundi þeirra en jafnframt er leitað til þess með ýmis mál enda hefur það tengingu við nær öll ungmenni á landinu. 

Við óskum Unni til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón