A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fréttatilkynning frá Strandabyggđ vegna lokunar útibús Arionbanka á Hólmavík:

| 23. október 2014

Vonbrigði og reiði lýsa best viðbrögðum og tilfinningum stjórnenda Strandabyggðar og íbúa sveitarfélagsins eftir að Arionbanki tilkynnti um lokun útibús bankans á Hólmavík. Engar upplýsingar eða aðvaranir höfðu borist stjórnendum sveitarfélagsins um fyrirhugaða lokum en sveitarstjóra bárust upplýsingar um lokun bankans frá blaðamanni mbl.is. eftir lok vinnudags. Starfsmönnum bankans sem missa störf sín í þessum aðgerðum er auðvitað illa brugðið og er staða þeirra mjög slæm þar sem ekki er um auðugan garð að gresja þegar kemur að lausum störfum í sveitarfélaginu. Þess má geta að útibúið á Hólmavík er eina útibú Arionbanka á Vestfjörðum.

 

Sveitarfélagið Strandabyggð hefur beint viðskiptum sínum til Arionbanka í gegnum árin enda hefur þjónusta starfsmanna útibúsins verið framúrskarandi góð en nú mun sveitarstjórn hefja undirbúning þess að flytja viðskiptin annað.

 

Þetta eru kaldar kveðjur og óviðbúnar aðgerðir frá banka sem sýnir stórfelldar hagnaðartölur og ofurlaun æðstu stjórnenda. Í afkomutilkynningu frá Arionbanka frá 27. ágúst 2014 kemur fram að hagnaður bankans á fyrri hluta ársins nemi 17,4 milljörðum króna sem er veruleg aukning frá árinu á undan. Fram kom í máli bankastjóra að afkoma bankans sé mjög góð, grunnrekstur einkennist af stöðugleika og fjárhagslegur styrkur bankans haldi áfram að vaxa. Það skýtur því skökku við að slíkrar hagræðingar sé þörf. Útibúið á Hólmavík er lítið og fámennt og má leiða að því líkur að rekstrarkostnaður þess sé smávægilegur í samhengi við þjónustuna sem það veitir og afkomutölur bankans. Bankinn, sem er í eigu erlendra kröfuhafa, virðist kæra sig kollóttan um íslenskt samfélag og taka hagnað og græðgi fram yfir allt. 

 

Hugur stjórnenda Strandabyggðar er hjá þeim sem orðið hafa fyrir áfalli í kjölfar aðgerða Arionbanka en auk lokunar útbús á Hólmavík og þeirra tveggja sem þar missa störf sín núna ( fyrr í sumar var fækkað um einn starfsmann og því um 3 störf að ræða í heild á Hólmavík) þá var 18 öðrum starfsmönnum bankans sagt upp.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón