A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frásagnasafnið - samstarfsverkefni Þjóðfræðistofu, Grunnskólans á Hólmavík og Skaftfells

| 13. september 2011
Frásagnasafnið opnar á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu 17. september kl. 17:00.
Frásagnasafnið opnar á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu 17. september kl. 17:00.
Þjóðfræðistofa er nú að fara af stað með nýtt verkefni sem ber heitið ,,Frásagnasafnið" og er hugmyndin að safna saman frásögnum allra íbúa sveitarfélagsins Strandabyggðar.   Söfnunin verður unnin jafnt og þétt næsta eina og hálfa árið.  Þjóðfræðistofa mun að mestu sjá um söfnunina en einnig munu nemar í Grunnskólanum á Hólmavík taka þátt.    Frásagnirnar verða teknar upp á myndband og er það í höndum hvers og eins íbúa að velja hvað hann leggur inn í söfnunina.   Um er að ræða fjölbreyttar svipmyndir sem saman lagðar gefa okkur eins konar sneiðmynd af samfélaginu okkar.

 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, en samskonar söfnun stendur yfir á Seyðisfirði og var sýning opnuð þar nú í sumar.  Þetta viðamikla verkefni er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og Menningarráði Austurlands.

 

Laugardaginn 17. september, kl. 17:00  mun ,,Frásagnasafnið" opna hér á Hólmavík í rýminu á neðstu  hæð Þróunarsetursins, Höfðagötu 3.  Þá verður verkefnið kynnt frekar og sýndar verða fyrstu frásagnirnar sem safnast hafa.  Allir velkomnir !

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón