A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Framkvæmdir að hefjast við Hólmavíkurhöfn

| 01. september 2011
Við Hólmavíkurhöfn. Mynd JJ.
Við Hólmavíkurhöfn. Mynd JJ.

31. ágúst var skrifað undir verksamning milli sveitarfélagsins Strandabyggðar og fyrirtækisins Ísar ehf. um endurbyggingu stálþils við Hólmavíkurhöfn og fyrsti verkfundur haldinn vegna framkvæmdarinnar.  Fundinn sátu Stefán Guðjónsson f.h. Ísar ehf., Ingibjörg Valgeirsdóttir hafnarstjóri Hólmavíkurhafnar, Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður, Jón Gísli Jónsson oddviti Strandabyggðar og Kristján Helgason f.h. Siglingastofnunar sem mun hafa umsjón með verkinu. 

Verklok eru áætluð 1. mars 2011 og mun flutningur á tækjum til Hólmavíkur og undirbúningur undir framkvæmdir hefjast í næstu viku. Klæða á bryggjuhausinn með stálþili sem notað var við byggingu tónlistarhússins Hörpu. Töluverðar lokanir verða vegna þessa meðan á framkvæmdum stendur en útkantur bryggjunnar verður opinn í allt að þrjár vikur héðan í frá. Skoðaðir verða möguleikar á að leggja að og nýta bryggjuna á einhverjum tímapunktum.  Nánari upplýsingar um lokanir og framkvæmdina gefur Sigurð Marinó Þorvaldsson, hafnarvörður í síma 8944806. 
 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón