A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frá Dreifnámi FNV á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. desember 2021

Síðastliðinn mánudag var haldin kynning í fjar/dreifnámsaðstöðunni að Hafnarbraut 19 efri hæð.
Á kynningunni voru skólameistari, aðstoðar skólameistari, og námsráðgjafi frá Fjölbrautaskólanum á
Sauðárkróki. Aðallega nemendur á efri stigum grunnskólans auk nokkurra fullorðinna.

Gaman hefði verið að sjá fleiri fullorðna, en þar sem fundurinn var haldinn á vinnutíma var það mögulega erfitt.

Því langar mig að tilkynna hér, að hafi einhver áhuga á að kynna sér möguleikana á fjarnámi eða
dreifnámi þá má hafa samband við mig og/eða kynna sér síðu Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fnv.is

Atli Már Atlason, sími 692 6889

Ps. Munurinn á dreifnámi og fjarnámi
.
Dreifnám: Nemendur mæta í tíma hér á Hólmavík á sama tíma og kennsla hvers fags á sér stað í
kennslustofu á Sauðárkróki. Nemandi er í rauntíma að taka þátt í námi þar sem kennslan er sýnileg og
heyranleg á skjá í dreifnámsaðstöðunni, þar sem tvívirk samskipti eiga sér stað, þ.e. nemendur hér geta
líka haft samskipti kennara. Því mæta nemendur í tíma í dreifnámsaðstöðuna í samræmi við stundatöflu.

Fjarnám
: Nemandi sinnir námi og vinnur verkefni í eigin tíma heima hjá sér eða í dreifnámsaðstöðunni.
Námið er fyrst og fremst hugsað sem sjálfsnám undir handleiðslu kennara.

Mjög vinsælt hefur verið að nema húsasmíði, húsgagnasmíði, eða rafvirkjun sem er í boði í fjarnámi þar
sem farið er í verklegar lotur ca þriðju hverja helgi til Sauðarkróks í verklegt nám.
Einnig er sjúkraliðanám í boði í fjarnámi.

Frekari upplýsingar um fjarnám má sjá hér:
Fjarnám | Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (fnv.is)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón