A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Föstudagur í Bókavík

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 21. nóvember 2014
Föstudagur á Bókavík er hress, skemmtilegur og spennandi.

Klukkan 10 verður mikið um að vera hjá menntastofnunum bæjarisn því á Leikskólanum Lækjarbrekku verður opið hús og ljóðaupplestur með brúðum og í Grunnskólanum mun Andri Snær Magnason fræða nemendur og skemmta þeim með verkum sínum, en þangað ætla nemendur í Dreifnámi FNV einmitt að leggja leið sína.

Í kvöld verður svo skemmtikvöld á Sauðfjársetrinu þar sem boðið verður upp á súpu ásamt því að Leikfélagið segir skemmtisögur af sviðinu og setur upp einþáttunginn sMal eftir Arnar Snæberg Jónsson.

Helgin bíður síðan upp á ýmis bókmenntaleg ævintýri sem vert er að kynna sér í dagskránni hér að ofan.

Síðast er ekki síst ber að geta þess að Kaupfélag Steingrímsfjarðar bíður upp á 15% afslátt af öllum bókum frá föstudegi til sunnudags í tilefni Bókavíkur.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2021 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón