A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar - afleysingastarf

| 15. maí 2015

Sveitarfélagið Strandabyggð  óskar eftir að ráða starfsmann til að leysa af fostöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík í tímabundinni fjarveru hans.

Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri íþróttamiðstöðvar
  • Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar
  • Faglegri forystu
  • Að stuðla að framþróun íþróttamiðstöðvarinnar
  • Ráðningum afleysingafólks og mannauðsstjórnun

 Gerðar eru kröfu um að viðkomandi:

  • Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
  • Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni
  • Búi yfir góðri samskiptafærni  og getu til að geta tjáð sig í ræðu og riti
  • Hafi til að bera frumkvæði og styrk til ákvarðanatöku
  • Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd

Starfinu fylgja töluverð samskipti við skriftstofu og aðrar stofnandir sveitarfélagsins, s.s. leik- og grunnskóla og áhaldahús sem og íþróttafélög og önnur félög á staðnum.

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri á skrifstofu sveitarfélagsins eða í síma 4513510, milli kl. 10:00 og 14:00 alla virka daga.

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2015 en umsóknir skulu berast til sveitarstjóra á netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is  eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

 

Um Íþróttamiðstöðina

Sveitarfélagið Strandabyggð á og rekur íþróttamiðstöð þar sem er íþróttahús og sundlaug. Í íþróttamiðstöðinni fer fram íþrótta- og sundkennsla allra grunnskólabarna í Strandabyggð auk þess sem íþróttafélög  á staðnum fá þar aðstöðu fyrir starfsemi sína. Auk þess geta einstaklingar og hópar leigt íþróttasalinn, farið í sund og heita potta, auk tækjasalar sem einnig er á staðnum. Tjaldstæði sveitarfélagins eru rekin af íþróttamiðstöðinni og er töluverður rekstur þar í kring yfir sumartímann. Mikil hefð er fyrir ýmissri íþróttaiðkun í Strandabyggð og hefur starf íþróttafélaganna eflst undanfarin ár og mikil sókn er í aðstöðu íþróttahússins. Við íþróttamiðstöðina starfa 2 starfmenn yfir vetrartímann en yfir sumarið  eru starfmenn um 7. Sveitarfélagið er í vottunarferli EarthCheck ásamt Vestfjörðum öllum og tekur starfsemin mið af því.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón