A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Forsetahjónin heimsćkja Strandabyggđ

| 21. mars 2014
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja Hólmavík dagana 23. og 24. mars. Á sunnudag kynna forsetahjónin sér starfsemi Hundabjörgunarsveitar Íslands sem verður við æfingar á svæðinu en Dorrit er verndari sveitarinnar. Á mánudag heimsækja forsetahjónin m.a. Grunn- og tónskóla Hólmavíkur, leikskólann Lækjarbrekku og Þróunarsetrið á Hólmavík fyrir hádegi og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um hádegisbil þar sem þau snæða hádegisverð með heimilismönnum og starfsfólki. Þá munu forsetahjónin jafnframt heimsækja fleiri stofnanir, söfn og fyrirtæki í sveitarfélaginu áður en þau halda suður á ný.
Við fögnum komu Ólafs Ragnars og Dorritar og bjóðum þau hjartanlega velkomin í Strandabyggð.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2021 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón