A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Form fyrir fyrirspurnir til sveitarstjórnar

| 26. janúar 2022
Hér hefur verið útbúinn vettvangur fyrir íbúa Strandabyggðar til að koma með fyrirspurnir og tillögur til sveitarstjórnar um málefni sveitarfélagsins. Sveitarstjórn vonast til að íbúar taki vel í þessa aðferð og hún geti orðið að góðu gagni við upplýsingamiðlun. Spurningar og svör verða svo birt á vef sveitarfélagsins og tillögur verða teknar til skoðunar. Eins er fyrirhugaður upplýsingafundur fyrir íbúa um stöðu og málefni sveitarfélagsins og verða spurningarnar jafnframt nýttar við að undirbúa hann. Dagsetning fyrir fundinn hefur ekki enn verið ákveðin.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt, vanda spurningar og hafa þær skýrar og málefnalegar. Athugið að ekki er hægt að svara spurningum um persónuleg málefni einstaklinga.

Frestur til að senda inn spurningar og tillögur til sveitarstjórnar Strandabyggðar í gegnum formið er til og með 2. febrúar næstkomandi. 

Tengill á fyrirspurnaformið: https://forms.gle/sJpuo9sUpFLT5Yhw8

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón