A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli

| 31. ágúst 2011
Mynd tekin þegar Flugmálastjórn afhenti Gjögursflugvelli gúmmíbjörgunarbát 2003. Mynd af vef bb.is
Mynd tekin þegar Flugmálastjórn afhenti Gjögursflugvelli gúmmíbjörgunarbát 2003. Mynd af vef bb.is
Flugslysaæfing fer fram á Gjögurflugvelli helgina 8. - 9.október 2011. Fræðsla fer fram á laugardeginum og æfing á sunnudeginum. Allir á útkallslista almannavarna vegna flugslysa eru boðaðir á æfinguna. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga á æfingunni. Vinsamlega hafið samband við oddvita Árneshrepps, Oddnýju Þórðardóttur í síma 451-4001.

Við „Neyðarstig" í flugslysaáætlun fyrir Gjögurflugvöll boðar Neyðarlínan-112 meðal annars eftirfarandi:
AS Av. Strandasýslu
Áhöfn björgunarskipsins Húnabjargar á Skagaströnd
Björgunarsveitin Strandasól ‐ Árneshreppi
Flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík
Heilsugæslan á Hólmavík
Landhelgisgæsluna
Lögregluna á Vestfjörðum
Rannsóknarnefnd flugslysa
Ríkislögreglustjórann ‐ almannavarnadeild - hóp 1 og 2
Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík
Björgunarsveitin Björg - Drangsnesi
Starfsmenn Flugstoða á Gjögri
Svæðisstjórn björgunarsveita - svæði 8
Slökkvilið Hólmavíkur
Alla skráða síma í Árneshreppi
RKÍ‐deild Strandasýslu

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón