A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsţjónusta Stranda og Reykhólahrepps á súpufundi

| 22. janúar 2014
Frá súpufundi í vetur
Frá súpufundi í vetur
Í haust hafa verið haldnir súpufundir á Café Riis í hádeginu á fimmtudögum og er það Þróunarsetrið á Hólmavík sem stendur fyrir þeim. Nú er fundasyrpan að fara af stað að nýju og fyrsti súpufundurinn verður á fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:05. Það er María Játvarðardóttir félagsmálastjóri sem sér um kynninguna á fimmtudaginn og segir frá starfsemi og verkefnum Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og á eftir kynningu eru umræður og fyrirspurnir. Umsjón með súpufundunum hafa Þorgeir Pálsson og Jón Jónsson og er áhugasömum bent á að hafa samband við þá vilji þeir kynna fyrirtæki, stofnun, félag eða verkefni. Á boðstólum er dýrindis súpa frá Café Riis á kr. 1.200.-

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón