A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsţjónusta Stranda og Reykhóla eins árs í dag

| 01. febrúar 2012
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er eins árs í dag, þann 1. febrúar, en fyrir ári síðan hóf Hildur Jakobína Gísladóttir störf sem félagsmálastjóri í 70% starfi. Þeir málaflokkar sem félagsþjónustan sinnir er, barnavernd, félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, fjárhagsaðstoð, málefni aldraðra og málefni fatlaðra. Á árinu sem hefur liðið frá því að Félagsþjónustan tók til starfa hefur gríðarlega mikið og mikilvægt starf verið unnið við að skilgreina grunnþætti starfsins, m.a. við að útbúa reglur og verkferla í nánast öllum málaflokkum.
Með því að smella hér má lesa yfirlit um starf Félagsþjónustu Reykhóla og Stranda fyrsta starfsárið. Strandabyggð óskar afmælisbarninu innilega til hamingju með daginn!

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón