A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsmiđstöđin Ozon keppir í Söngkeppni Samfés

| 13. febrúar 2012
Krakkar í Félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík gerðu góða ferð til Súðavíkur síðastliðinn föstudag undir stjórn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þar fór fram SamVest sem er söngkeppni vestfirskra félagsmiðstöðva. Tíu atriði tóku þátt í keppninni, þrjú frá Hólmavík, þrjú frá Ísafirði, tvö frá Þingeyri og tvö frá Súðavík. Hólmvísku keppendurnir stóðu sig frábærlega og öll ungmennin voru til fyrirmyndar í allri framgöngu sinni.

Spennan var mikil þegar tilkynnt var um úrslitin og gríðarlega mikið fagnað þegar ljóst varð að eitt af atriðunum frá Ozon, Gógó-píurnar sem fluttu lagið Lýstu skært, hafði komist áfram í aðalkeppnina í Reykjavík sem haldin verður í Laugardalshölll laugardaginn 3. mars ásamt frábæru atriði frá Súðavík. Eftir keppnina dönsuðu menn undir skífuþeytingi frá tónlistarmanninum Haffa Haff þar til lagt var af stað heim, dálítið fyrr en til stóð, til að komast örugglega yfir Steingrímsfjarðarheiðina.


Undirbúningur fyrir þátttöku í stóru keppninni syðra er þegar hafinn. Að mörgu er að huga, t.d. búningum, framkomu og söng svo fátt eitt sé nefnt. Keppnin hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 16:00, en hún verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Strandabyggð óskar unga fólkinu til hamingju með árangurinn og hvetur þau til frekari afreka í marsbyrjun!

Hér má sjá GóGó-píurnar flytja lagið sitt í Súðavík.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón