A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ert ţú međ ábendingu um umferđaröryggi á Hólmavík?

| 02. september 2010
Á Kópnesbraut - mynd: Sögusmiđjan
Á Kópnesbraut - mynd: Sögusmiđjan

Nú er framundan vinna hjá Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar við að endurskoða umferðarsamþykkt fyrir Hólmavík. Í henni er kveðið á um ýmis mál sem snúa að umferð og umferðaröryggi, svo sem hvar gangbrautir eiga að vera staðsettar. Einnig er þar rætt um hraðahindranir og hámarkshraða, hvar biðskylda eða stöðvunarskylda sé, hvar megi leggja stórum bílum og fleira í þessum dúr. Vegna þessarar vinnu óskar sveitarstjórn Strandabyggðar eftir ábendingum, tillögum og hugmyndum, frá íbúum um öll þessi mál og skal senda tillögur á holmavik@holmavik.is eða skila þeim á skrifstofu Strandabyggar að Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík í síðasta lagi 15. september næstkomandi.

Gjarnan mega fylgja hugleiðingar og vangaveltur fólks um hálkuvarnir og snjómokstur, því einnig er fyrirhugað að samþykkja vinnureglur um þau mál fyrir veturinn.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón