A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Endurskođun ađalskipulags - skilabođ til landeigenda í Strandabyggđ

Ţorgeir Pálsson | 17. janúar 2023
Kæru landeigendur í Strandabyggð,

Í landeigendakönnun sem send var til landeigenda í Strandabyggð í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins komu fram ýmsar áætlanir landeigenda um breyta landnotkun á landareignum sínum.

Til að geta tekið afstöðu til þessara óska um breytta landnotkun, hvort hún samræmist stefnu sveitarstjórnar og eigi heima á endurskoðuðu aðalskipulagi, er nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaða landnotkun. Því eru landeigendur sem vilja breyta landnotkun á landi sínu beðnir um að senda upplýsingar um nákvæma afmörkun og stærð fyrirhugaðra landnotkunarreita (til að sýna á skipulagsuppdráttum) og upplýsingar um hvers kyns starfsemi er fyrirhuguð (t.d. verslun- og þjónusta, gististarfsemi, skógrækt, efnistaka eða -losun, afþreying eða önnur þjónusta við ferðamenn) og umfang og útfærslu fyrirhugaðrar starfsemi, svo sem hámarks byggingarmagn, fjölda gistirúma ef gistiþjónusta er fyrirhuguð og tengsl við innviði (svo sem vegi og veitur). Þetta eru upplýsingar sem þurfa að koma fram fyrir hvern landnotkunarreit í aðalskipulagi.

Ef svæði liggja undir skemmdum eða ástæða er til að skoða nánar með tilliti til verndar náttúru- eða menningarminja eru landeigendur einnig beðnir að senda upplýsingar um þau svæði, stærð þeirra, staðsetningu og ástand/ástæðu verndar.

Við vonumst eftir skjótum viðbrögðum landeigenda.  Ef eitthvað er óljóst, vinsamlegast hafið samband við Þorgeir í síma 899-0020 eða sendið tölvupóst á netfangið thorgeir@strandabyggd.is 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón