A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dýralæknir verður hér á Hólmavík 21.nóvember.

| 19. nóvember 2019

                      

Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir í Búðardal, sinnir hreinsun á hundum fimmtudaginn 21.nóvember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16 og 18.  Kattareigendur eru einnig minntir á nauðsyn þess að láta hreinsa ketti sína en það er þó ekki innifalið í leyfisgjaldi. Hunda og kattaeigendur í Strandabyggð eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

 

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda og kattahald sem finna má á vef Strandabyggðar.  Skylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

 

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu er velkomið að hafa samband við Gísla  í síma : 434-1122 eða 862-9005

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón