A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Danir í heimsókn á Hólmavík

| 17. ágúst 2011
Hópurinn tilbúinn í river-rafting. Mynd: Lene Osterby.
Hópurinn tilbúinn í river-rafting. Mynd: Lene Osterby.
« 1 af 2 »
Þessa dagana eru góðir gestir í heimsókn á Hólmavík. Um fimmtán 15 ára drengi frá Danmörku er að ræða sem eru að endurgjalda heimsókn Grunn- og Tónskólans á Hólmavík frá því á síðasta ári. Drengirnir eru í fríðu föruneyti foreldra og kennara og hófst dagskráin með ,,river-rafting" ferð Dana og Íslendinga í Skagafjörðinn. Hópurinn skemmti sér gríðarlega vel í Skagafirðinum og kom allir glaðirog þreyttir hingað til Hólmavíkur í gærkvöldi að sögn Lene Osterby sem er í hópi dönsku foreldranna. Danski hópurinn gisti inn á heimilum íslensku ungmennanna og hjá fleiri fjölskyldum á Hólmavík í nótt.

Í dag mun hópurinn fara í heimsókn á Galdrasafnið og í hestaferð með Strandahestum áður en allir skella sér í sund í sundlauginni á Hólmavík. Pizzahlaðborð á Café Riis á svo án efa eftir að gleðja marga í kvöld. Á morgun verður farið í ferð út á Drangsnes þar sem m.a. verður siglt út í Grímsey. Danirnir yfirgefa landið að sjálfsögðu ekki fyrr en þeir hafa spilað landsleik við Íslenska hópinn hér á Hólmavík en leikurinn fer fram út á Grundum kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 18. ágúst. Danski hópurinn leggur svo af stað til Reykjavíkur á föstudaginn og nær vonandi að upplifa hluta af íslenskri menningarnótt áður en hann heldur heim.

Sveitarfélagið Strandabyggð fagnar góðum gestum og vonar að þeir eigi ánægjulega dvöl á Ströndum.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón