A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breytt stađa feđra - jafnréttismál í Strandabyggđ

| 23. mars 2011
Hólmavík.  Mynd Jón Jónsson.
Hólmavík. Mynd Jón Jónsson.
Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands mun flytja erindi um breytta stöðu feðra í Skelinni á morgun, fimmtudaginn 24. mars 2011. Ingólfur V. Gíslason hefur mikla þekkingu á jafnréttismálum og þróun þeirra í íslensku samfélagi.

Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri og Katla Kjartansdóttir fulltrúi í sveitarstjórn Strandabyggðar, funduðu í dag með Ingólfi og fengu álit hans á drögum að jafnréttisáætlun Strandabyggðar sem lögð verður fyrir sveitarstjórnarfund 1179 í dag kl. 18:15. Jafnréttisáætlunin hefur farið fyrir tvær nefndir, Félagsmála- og jafnréttisnefnd og Atvinnumála- og hafnarnefnd, en jafnréttismálin voru færð frá Félagsmála- og jafnréttisnefnd þegar nefndin var lögð niður og ný Velferðarnefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps tók við. Jafnréttismálin voru við þessar breytingar færð yfir til Atvinnumála- og hafnarnefndar.

Fyrirlestur Ingólfs V. Gíslasonar fer fram í Skelinni í hádeginu á morgun, milli kl. 12:00 - 13:00 og eru allir íbúar hvattir til að mæta. Skelin, lista- og fræðimannadvöl er styrkt af sveitarfélaginu Strandabyggð.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón