A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breytingar á gjaldskrám í skólum í Strandabyggđ

| 03. janúar 2012
Myndir frá ţemadögum í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Mynd IV.
Myndir frá ţemadögum í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Mynd IV.

Frá og með 1. janúar 2012 hækka vistunargjöld í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík um 10% eins og greint var frá hér. Fyrir 8 tíma vistun hækka gjöldin úr kr. 17.600 í kr. 19.690. Systkinaafsláttur verður áfram 50% fyrir vistun hvers barns umfram eitt.  Þrátt fyrir hækkunina eru leikskólagjöld í Strandabyggð enn með þeim allra lægstu í sveitarfélögum á Vestfjörðum. Gjaldskrá fyrir leikskólann Lækjarbrekku má sjá hér.

Skólagjöld í Tónskóla Hólmavíkur hækka um 15% eða úr kr. 17.787 í kr. 20.455 fyrir hverja námsönn. Áfram verður afsláttur fyrir systkini sem hér segir:
2. barn 25% afsláttur
3. barn 50% afsláttur
4. barn eða fleiri 75% afsláttur.

Önnur skólatengd gjöld, s.s. Skólaskjól, leikskólamáltíðir og mötuneyti fyrir grunnskólabörn hækka um 5% eða í samræmi við almenna verðlagsþróun, sjá hér.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón