A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breytingar á gjaldskrám 1. janúar

| 23. desember 2011

Frá og með áramótum verður 5 - 10% hækkun á öllum gjaldskrám sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir utan fasteignagjöld, sorphirðugjöld og gjöld í Tónskóla Hólmavíkur. Breytingum á gjaldskrám er ætlað að mæta verðlagsþróun og hækkandi rekstrar- og launakostnaði sem nýjir kjarasamningar kveða á um. Útsvarsprósenta ársins 2012 verður óbreytt eða 14,48%. Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A- og B-hluta sjóðum sveitarfélagsins árið 2012 er áætluð kr. 2.014.000.


Óbreytt fasteignaálagning 
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. Fasteignaálagning A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati. Fasteignaskattur B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og fasteignaskattur C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verði 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verði 2,5% af fasteignamati lóðar. 

20% hækkun verður á sorphirðugjaldi í Strandabyggð.

 
Breytingar á skólatengdum gjöldum
Skólagjöld í Tónskóla Hólmavíkur munu hækka um 15% sem eru tæpar kr. 2.700 fyrir námsönnina, úr kr. 17.787 í kr. 20.455. Afsláttarprósenta vegna systkina verður óbreytt, 20% afsláttur fyrir 2. barn, 50% afsláttur fyrir 3. barn og 75% afsláttur fyrir 4. barn eða fleiri.


Vistunargjald í leikskóla mun hækka um 10% eða kr. 1.790 á mánuði fyrir fulla vistun, úr kr. 17.900 í  kr. 19.690.  Öll önnur skólatengd gjöld hækka um 5%.

 

Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2012.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón