A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bókavík lokiđ

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. nóvember 2014
Bára Örk og Sunneva voru hugmyndasmiđir ađ hátíđinni ásamt Ísak Leví
Bára Örk og Sunneva voru hugmyndasmiđir ađ hátíđinni ásamt Ísak Leví
« 1 af 2 »

Sunnudaginn 23. nóvember lauk Bókavík, bókmennta- og ljóðaviku á Hólmavík. Henni lauk með verðlaunaafhendingu á Kaffi Galdri, þar sem sigurvegarar ljóða- og smásagnasamkeppninnar tóku við verðlaunum sínum og verk þeirra voru lesin. Sigurvegarar urðu í barnaflokki Tinna Kjartansdóttir, unglingaflokki Halldór Kári Þórðarson og í fullorðinsflokki Þorbjörg Matthíasdóttir. Þeim öllum óskum við innilega til hamingju með glæstan árangur. Sigurverkin verða birt á vef Strandabyggðar innan tíðar. Samhliða verðlaunaafhendingunni fór einnig fram útgáfuhóf Rúnar, galdrakvers sem Galdrasýningin hefur gefið út.


Dagarnir í Bókavík hafa verið fjölbreytilegir og skemmtilegir, enda gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt var að hlusta á hljóðbækur í heita pottinum, lesa leikrit, horfa á leikrit, horfa á bíómynd byggða á bók, hlusta á ljóðalestur, skrifa í Auðbókina, fræðast um Stein Steinarr, Stefán frá Hvítadal og hlýða á Andra Snæ Magnason og Ásu Ketilsdóttur, svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa lagt sitt af mörkum til að gera Bókavík að veruleika og eiga viðkomandi þakkir skildar fyrir sitt framlag.

           
Gaman hefur verið að fylgjast með því hvernig augu fjölmiðla hafa beinst að samfélaginu okkar þessa vikuna og óhætt að segja að flestir hafi verið hrifnir af þessari menningarhátíð þorpsins. Einkum og sér í lagi þar sem hugmyndasmiðirnir voru sjálfir unglingar sem síðan fengu stuðning til að framkvæma hana.

           
Í lokin er rétt að minna á að Auðbókinni hefur verið komið fyrir á Héraðsbókasafninu og þar er hægt að fá hana að láni, lesa hana eða halda áfram að skrifa söguna en framtakið vakti þvílíka lukku að ákveðið hefur verið að klára ekki söguna fyrr en bókin fyllist.

           
Enn og aftur er full ástæða til að þakka öllum þeim sem tóku þátt með einum eða öðrum hætti og gerðu þannig þessa mögnuðu hátíð að veruleika!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón