A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

BB: Ódýrast ađ vera međ börn í leikskóla í Súđavík og Strandabyggđ

| 14. janúar 2012
Strandastrákur á leikskólanum Lćkjarbrekku. Mynd IV.
Strandastrákur á leikskólanum Lćkjarbrekku. Mynd IV.
Bolvískir foreldrar greiða hæsta leikskólagjaldið á Vestfjörðum sé miðað við gjaldskrá sex stærstu sveitarfélagana í fjórðungnum. Næst hæsta gjaldið greiða foreldrar í Vesturbyggð. Ódýrast er að vera með börn í leikskóla í Súðavík og í Strandabyggð. Grunngjald fyrir átta klukkustunda vistun í Bolungarvík er 29.719 krónur en 37.122 krónur með fæði. Einstæðir foreldrar, námsfólk (í fullu námi) og starfsmenn við leikskólann í fullu starfi, fá 35% afslátt af grunngjaldi. Systkinaafsláttur er 35% fyrir annað barn en gjaldfrjálst er fyrir þriðja barn.

Afslátturinn er samtengdur milli daggæslu hjá viðurkenndum dagmæðrum, leikskóla og heilsdagsskóla. Afslátturinn reiknast þannig að yngsta barn greiðir fullt grunngjald, 35% afsláttur af grunngjaldi er fyrir annað barn og ekkert grunngjald greiðist fyrir þriðja barn. Grunngjald fyrir átta tíma vistun í Vesturbyggð er 26.100 krónur. Við það bætist svo 8.550 krónur í fæði og er það því samtals 34.650 krónur. Einstæðir foreldrar greiða 19.600 krónur í grunngjald. Systkinaafsláttur er 25% fyrir tvö börn en 50% fyrir þrjú börn.

Eins og greint hefur verið frá er gjaldið fyrir átta tíma vistun með fæði hjá Ísafjarðabæ 34.342 krónur sem er það hæsta í fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, þrátt fyrir að gjaldskráin hafi ekki hækkað undanfarin tvö ár. Í Strandabyggð er grunngjaldið fyrir átta tíma vistun á mánuði 19.690 krónur en við það bætist 7.929 krónur ef greitt er fyrir fullt fæði og er það því samtals 27.619 krónur. Systkinaafsláttur er 50% af vistun hvers barns umfram eitt.

Grunngjaldið í Tálknafjarðarhreppi fyrir átta tíma á dag er 19.600 krónur á mánuði en við það bætist 3.200 krónur fyrir morgun-og síðdegishressingu og síðan er hádegismatur fyrir yngri en þriggja ára á 300 krónur fyrir máltíðina en 370 krónur máltíðin fyrir eldri en þriggja ára. Átta tíma vistun með fæði fyrir barn eldra en þriggja ára myndi því kosta um 30.700 krónur. Afsláttur vegna einstæðra foreldra er 40% af dagvistunargjaldi. Systkinaafsláttur fyrir annað barn er 20% af dagvistunargjaldi og afsláttur fyrir þriðja systkinið er 50% af dagvistunargjald.

Leikskóli Súðavíkur er gjaldfrjáls í allt að sex klukkustundir á dag en hver umfram stund yfir það er á 2.833 krónur. Grunngjald fyrir vist barna utan sveitarfélagsins er þó 28.054 krónur en 33.564 með fæði.

Frétt af www.bb.is

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón