A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýst eftir ađstođarskólastjóra í tímabundiđ starf

| 31. júlí 2012
Mynd úr starfi Grunn- og tónskólans á Hólmavík
Mynd úr starfi Grunn- og tónskólans á Hólmavík
Auglýst er tímabundið starf aðstoðarskólastjóra Grunn- og tónskólans á Hólmavík til eins árs, frá 15. ágúst 2012 - 31. júlí 2013.Skólinn er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem leggur áherslu á tónlist og tjáningu í skólastarfi. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og samvinnu.
Sveitarfélagið Strandabyggð er að hefja úttekt á kostum og göllum sameiningar grunn-, leik- og tónskóla í sveitarfélaginu.Starfssvið

  • Ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans í forföllum skólastjóra
  • Hefur í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og fl.
  • Stuðlar að framþróun í skólastarfinu og öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerðum grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans
  • Önnur þau verkefni sem skólastjóri felur aðstoðarskólastjóra og eru innan starfssviðs hans ásamt því að sinna kennsluskyldu sinni sem eru 16 kennslustundir á viku

 

Menntun og hæfni

  • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.
  • Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð à Góð hæfni í samskiptum og sterk löngun til að ná árangri í starfi
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfni

 


Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skilyrði er að skólastjóri verði búsettur innan sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Guðjónsdóttir skólastjóri Grunn- og tónskólans á Hólmavík, hildur@holmavik.is s. 661-2010. Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingar um umsagnaraðila skal senda í Grunn- og tónskólann á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2012.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón