A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýsing um tillögu ađ deiliskipulagi - Urđunarstađur í landi Skeljavíkur

| 24. febrúar 2011
   

Sveitarstjórn Strandabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er um 3,3 ha að stærð þar sem gert er ráð fyrir allt að 500 tonnum árlega til urðunar.  Urðunarstaðurinn er í landi Skeljavíkur í Strandabyggð.  Svæðið er um 750 m austur af  Þverárvirkjun og 400 m frá gatnamótun Djúpvegar (61).


Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð og umhverfisskýrslu, dags. 17. febrúar 2011.  Tillagan og umhverfisskýrsla mun vera til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar Höfðagötu 3, 510 Hólmavík frá 24. febrúar 2011 til 31. mars  2011. Ennfremur er tillagan til sýnis (hér). 


Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Strandabyggðar fyrir 14. apríl 2011 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athuga­semdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.


Ingibjörg Valgeirsdóttir

Sveitarstjóri

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón