A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ársreikningur 2020 samţykktur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júní 2021


Í gær var ársreikningur sveitarfélagsins samþykktur á fundi sveitarstjórnar.  Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 44.5 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 36.7 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta nema 828.5 millj. kr. skv. efnahagsreikningi. Veltufé til rekstrar nemur 5,1 millj. kr. og er veltufjárhlutfall 0,54. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 246.4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 334.6 millj. kr.


Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða. Sveitarstjórn heldur áfram aðgerðum til að efla aðhald í rekstri og bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Verður unnið að þeim breytingum í samráði við Ráðrík ehf, forstöðumenn og starfsmenn sveitarfélagsins.


Ársreikninginn má finna hér

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón