A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Andrea K. Jónsdóttir tekur viđ starfi sveitarstjóra

| 07. ágúst 2012
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd Jón Jónsson.
Andrea K. Jónsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir. Mynd Jón Jónsson.
Andrea K. Jónsdóttir nýr sveitarstjóri í Strandabyggð kemur til starfa í dag. Andrea er útskrifuð úr meistaranámi í verkefnastjórnun með MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk BSc prófi í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hafði áður lokið námi í frumgreinum og diplóma í rekstrarfræðum frá sama skóla. Þá er Andrea búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. 

Ingibjörg Valgeirsdóttir fráfarandi sveitarstjóri verður Andreu innan handar næstu daga auk sumarleyfisdaga og lætur af störfum 23. ágúst n.k. 

Strandabyggð býður Andreu innilega velkomna til starfa á Ströndum.  

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón