A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ábendingar frá leikskólabörnum

Ţorgeir Pálsson | 20. október 2022
« 1 af 4 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það var sérlega skemmtilegur hópur sem kíkti á skrifstofu sveitarfélagsins, með mjög vel ígrundaðar hugmyndir og ábendingar um uppbyggingu á leikskólalóðinni.  Og allt var þetta sett fram í máli og myndum.  Þarna voru m.a. hugmyndir um hjólagarð með alvöru húsi, alvöru búð og alvöru snakki, rafmagnsbíl sem krakkarnir keyra sjálf, köngulóarrólu, hús (plathús) þar sem maður ýtir á takka og þá hoppar maður, sandkassa með rauðum takka á múrsteini svo hann opnist, drullumall, göng sem hægt er að hjóla í gegnum, hjólabrettagarð, rennibraut þar sem maður rennur í hringi og rennibraut sem er löng og með hossum en fer ekki í hringi og margar aðrar góðar hugmyndir.  Mjög efnilegur hópur þarna á ferð. 

Myndirnar sýna krakkana á leiðinni með umslagið góða og svo þegar þau afhenda hugmyndirnar sínar. Hjördís Inga Hjörleifsdóttir, starfsmaður Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla, var með mér í móttökunefndinni.  Starfsfólk Lækjarbrekku og foreldrar barna á leikskólanum, hafa einnig komið að hugmyndavinnu um nýja leikskólalóð.

Takk fyrir komuna og þessa flottu vinnu krakkar!  

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón