A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

17. Strandagangan haldin í fallegu veđri í dag

| 12. mars 2011
Keppendur voru á öllum aldri og stóđu sig vel í Strandagöngunni í dag. Mynd IV.
Keppendur voru á öllum aldri og stóđu sig vel í Strandagöngunni í dag. Mynd IV.
Strandagangan var haldin í fallegu veðri í Selárdal í dag. Alls tóku 82 keppendur þátt í göngunni og komu víða að, m.a. frá  Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, Súðavík, Ísafirði og höfuðborgarsvæðinu. Í 20 km göngunni sigraði Sigurbjörn Þorgeirsson frá Ólafsfirði og fékk hann hinn stórglæsilega Sigfúsarbikar til varðveislu næsta árið.  Sigurbjörn vann öruggan sigur í göngunni, en hann tók forustuna strax í upphafi og hélt henni alla leið.  Annar Ólafsfirðingur, Kristján Hauksson, kom næstur í mark en hann var rúmlega mínútu á eftir Sigurbirni. Að keppni lokinni skelltu keppendur sér í sundlaugina á Hólmavík áður en gengið var að veisluhlaðborði í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem verðlaunaafhending fór fram. Forsvarsmenn Strandagöngunnar voru ánægðir með daginn og sögðu mótið hafa gengið vel fyrir sig.

Frekari upplýsingar um úrslit keppninnar má finna á vef Strandagöngunnar.Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón