A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

12 mánaða skýrsla sveitarstjóra

| 28. ágúst 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar, frá vinstri: Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Jón Gísli Jónsson oddviti og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri.
Sveitarstjórn Strandabyggðar, frá vinstri: Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Jón Gísli Jónsson oddviti og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri.
Á starfsdögum sveitarstjórnar Strandabyggðar sem haldnir voru helgina 27. - 28. ágúst 2011 var 12 mánaða skýrsla Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra kynnt en nú er ár síðan hún tók við starfi. Í skýrslunni eru dregin fram helstu verkefni sveitarfélagsins frá því að núverandi sveitarstjórn tók við eftir kosningar 2010 eins og sjá má hér.

Á starfsdögunum var farið yfir tillögu sveitarstjóra að breyttu skipuriti nefnda í sveitarfélaginu þar sem lagt er til að skipurit verði einfaldað með það að markmiði að efla skilvirkni, auka upplýsingaflæði, dreifa ábyrgð og ná betri árangri í rekstri og þjónustu sveitarfélagsins (sjá hér). Lagt er til að fækka nefndum úr 7 í 5 þar sem sveitarstjórnarfulltrúi leiði hvert svið. Sveitarstjórn ásamt fleira sveitarstjórnarfólk af J-lista og V-lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs skoðaði kosti og galla fyrirkomulagsins og velti upp fjölbreyttum möguleikum varðandi sviðin, fjölda þeirra og hvaða málefni ættu að fara undir hvert þeirra. 

Einnig var lagt fram núverandi skipurit yfir stofnanir og starfssvið sveitarfélagsins og verksvið sveitarstjóra (sjá hér) og skoðað hvort unnt er að gera breytingar til að ná fram fyrrgreindum markmiðum um að efla skilvirkni, dreifa ábyrgð og ná betri árangri í rekstri og þjónustu. Áframhaldandi umræða og hugmyndavinna er fyrirhuguð varðandi þessa þætti og er starfsfólk sveitarfélagsins og aðrir íbúar hvattir til að koma með gagnlegar ábendingar til sveitarstjórnarfólks og sveitarstjóra Strandabyggðar.

Þá var farið yfir 10 ára framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun til næstu þriggja ára sett saman sem notuð verður til grundvallar í fjárhagsáætlunarvinnu 2012 og þriggja ára áætlun 2012-2015. Sveitarstjórnarfólk af J-lista og V-lista tók þátt í starfsdögunum. 


Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón