A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráđ Strandabyggđar - fundargerđ 3. febrúar 2014

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 3. Febrúar  kl. 18:00 Í Hnyðju á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mættir voru: Jóhanna Rósmundsdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir, Steinn Ingi Árnason, Theodór Þórólfsson og Guðjón Alex Flosason. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.

 

Jóhanna Rósmundsdóttir, formaður Ungmennaráðs, setur fundinn.

 

  1. 1.      Málefni Ungmennahúss

Ungmennaráði líst vel á að stefnt sé að því að rýma til fyrir ungmennahúsi í kjallara Félagsheimilisins og telur það vænlegri kost til langframa en aðra sem og að rýmið geti verið til margra hluta nytsamlegt.

Ungmennaráð er einróma um gæði þess að reka kaffihús samhliða ungmennahúsinu. Ungmennaráð telur kaffihús, rekið allan ársins hring af unga fólkinu í sveitarfélaginu, geta auðgað samfélagið til muna, enda skorti mjög á stað til að hittast og eiga góðar stundir, einkum yfir vetrarmánuðina. Á kaffihúsinu fengu allir möguleika á að hittast, skipillega aður ey, njóta gæðakaffis og veitinga og styðja um leið við starfssemi ungmennahússins. Ungmennin telja sig geta mannað kaffihúsið og sjá mikinn hag í endurgjaldslausum námskeiðum á vegum Kaffitárs.

  1. 2.      Frístundastarf fyrir ungt fólk

Ungmennaráð vill hefjast handa við upphitun fyrir Ungmennahúsið sem allra fyrst. Kaffihúsakvöld og kynning á áformum um ungmennahús verður haldið í Félagsheimilinu fljótlega.

  1. 3.      Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráð hefur valið sér tvo fulltrúa til að sitja ráðstefnuna „Ungt fólk og lýðræði“ á Ísafirði 9.-11. apríl 2014.

                                               Laufey Heiða víkur af fundi.

  1. 4.      Umræður um umhverfismál

Ákveðið að fresta umræðu til síðari fundar.

 

  1. 5.      Önnur mál

Staðardagskrá 21

Ungmennaráð kynnti sér Staðardagskrá 21. Ráðið fagnar því að verið sé að uppfæra Staðardagskránna, hún sé komin til ára sinna og margt hafi áunnist. Ungmennaráði finnst jákvætt hversu mörg verkefna Staðardagskrár hafa þegar verið framkvæmd og telur það sanna gildi hennar. Ráðið telur þarft að kynna dagskránna betur, til dæmis með skýrari nafngift, eins að gera hana aðgengilegri og gagnvirkari.

Eins eru meðlimir þeirrar skoðunar að ungt fólk ætti að fá aukna innsýn inn í stefnu sveitarfélagsins og vinnu þess, til dæmis með tilkomu ungmennaráðs sem og innleiðingu í kennslu samkvæmt nýrri Aðalnámsskrá. Ungmennaráð leggur til að hugað verði sérstaklega að hagsmunum ungmenna í strandabyggð í uppfærðri Staðardagskrá og vægi þeirra aukið í umfjöllun um frístundastarf og þjónustu almennt, ekki aðeins innan fjölskyldumála.

Fundur með sveitarstjórn í mars

Samkvæmt 7. gr. Reglugerðar um ungmennaráð á Ungmennaráð Strandabyggðar að funda með sveitarstjórn í mars ár hvert. Ungmennaráð býður boðunar á fund fljótlega.

 

 

 

Jóhanna Rósmundsdóttir

Theodór Þórólfsson

Guðjón Alex Flosason

Steinn Ingi Árnason

 

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón