A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 12. nóvember 2015

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn 12. nóvember 2015,  kl. 17:00 að Höfðagötu 3.

Fundinn sátu: Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir. Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
  2. Verkefni tómstundafulltrúa
  3. Innleiðing barnasáttmálans
  4. Önnur mál

Þá er gengið til dagskrár.

 

Ásta Þórisdóttir er ekki mætt svo Salbjörg Engilbertsdóttir setur fundinn.

Jóhanna Rósmundsdóttir boðin velkomin til nefndarstarfa.

 

  1. Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
    a) Fyrstu drög að reglum eru samþykkt. Ákveðið er að Ásta Þórisdóttir klári að setja upp reglurnar og Salbjörg Engilbertsdóttir mun setja upp umsóknareyðublað.

  2. Verkefni tómstundafulltrúa
    a) Öll verkefni tómstundafulltrúa eru samþykkt en ákveðið að skoða hlutfall hvers verkefnis.

    Ásta Þórisdóttir mætir á fundinn.

  3. Innleiðing barnasáttmálans
    a) Ákveðið er að bíða með innleiðingu barnasáttmálans þar til Esther Ösp Valdimarsdóttir snýr aftur til starfa. Þetta er viðamikið verkefni sem þarf að vinna þvert í gegnum stjórnsýslu sveitarfélagsins og allar stofnanir þess. Einnig er ákveðið að undirbúa innleiðinguna eins og hægt er og kalla eftir frekari gögnum frá UNICEF.

  4. Önnur mál.  Engin önnur mál

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón