A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ Sterkra Stranda 1. febrúar 2024

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. mars 2024
Fundargerð verkefnisstjórnar Sterkra Strandafundur haldinn í fjarfundarbúnaði þann 1. febrúar 2024

Mætt: Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Guðrún Ásla Atladóttir, Helga
Harðardóttir, Magnea Garðarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Auk þeirra sat Sigurður Líndal, verkefnisstjóri, fundinn og ritaði fundargerð. Fjarstaddur: Kristján Þ. Halldórsson (formaður)
Sigurður stjórnar fundinum í fjarveru formanns með leyfi fundarins. Fundur settur kl. 13:05. Þá var gengið til dagskrár.

Fundardagskrá:

1. Frumkvæðissjóður

a. Staða styrktra verkefna fyrri ára (sjá viðhengi)

Sigurður reifaði stöðu verkefna og lagði fram til fundarins framkomnar beiðnir um framlengingu skilafrests. Fundurinn samþykkti allar framkomnar beiðnir um framlengingu (sjá viðhengi).

b. Auglýsing úthlutunar 2024 (sjá viðhengi)

Framlögð drög að auglýsingu samþykkt og enn fremur samþykkt að opna fyrir umsóknir föstudaginn 3. febrúar. Magnea tók að sér að tryggja að réttur hlekkur á viðauka 5 fylgi auglýsingunni.

c. Skipan undirbúningshóps úthlutunar.

Ákveðið að skipa þau Magneu Garðarsdóttur, Kristján Þ. Halldórsson og Sigríði Jónsdóttur í undirbúningshóp úthlutunar úr Frumkvæðissjóði.

2. Áherslur íbúaþings (sjá viðhengi)

Samantekt verkefnisstjóra á áherslum íbúaþings yfirfarin og nokkrar breytingar gerðar.
Samþykkt lokaútgáfa viðhengd.

3. Uppfærsla um tengd verkefni

a. Gálmaströnd


Jarðhitaleit á Gálmaströnd hefur verið hætt í bili án árangurs. Ýmsar ástæður liggja
þar að baki; áfallinn kostnaður var orðinn meiri en áætlað var, skortur var á köldu
vatni, borinn var knúinn áfram af jarðefnaeldsneyti sem er afar dýrt og nýja holan
var óviðundandi af fjölda ástæða. Verkefnið þarfnast verulegra fjármuna eigi borun
að geta hafist á nýjan leik.

b. Sértækur byggðakvóti

Umsóknarferli er lokið hjá Byggðastofnun og vænta má næstu skrefa frá stofnuninni
á allra næstu dögum.

c. Strandanefnd

Fyrsti fundur nefndarinnar verður haldinn 2. febrúar 2024. Helga Harðardóttir,
stjórnarmaður í Sterkum Ströndum, situr í nefndinni og Sigurður Líndal,
verkefnisstjóri, verður nefndinni innan handar sem sérfræðingur. Verkefnisstjórn
væntir mikils árangurs af störfum nefndarinnar, sérstaklega hvað varða beinar og
tafarlausar aðgerðir.

d. Húsnæði Hólmadrangs

Verkefnisstjóri hefur, að beiðni fulltrúa eiganda Hólmadrangs, setið í vinnuhópi
hvers hlutverk er að leita að framtíðarhlutverki fyrir fasteignir fyrirtækisins. Nokkrir
áhugasamir aðilar hafa komið að máli við fulltrúa eigenda, en ekkert er í hendi.

4. Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 15:40.


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón