A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ 9. nóvember 2023

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. desember 2023

Fundargerð verkefnisstjórnar Sterkra Stranda haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9.11.2023

Mætt til fundar: Kristján Þ. Halldórsson (formaður), Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp
Valdimarsdóttir, Guðrún Ásla Atladóttir, Helga Harðardóttir, Magnea Garðarsdóttir, Sigríður
Jónsdóttir. Auk þess sat fundinn Sigurður Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda, sem ritar
fundargerð.

Formaður verkefnisstjórnar setti fundinn 15:03 og bað um afbrigði frá auglýstri dagskrá og
leggur fram drög að bókun verkefnisstjórnar. Fundarmenn samþykkja að taka málið á dagskrá.

Eftirfarandi bókun samþykkt að undangengnum umræðum:

„Á fundi sínum þann 4. nóvember 2023 tók stjórn Byggðastofnunar ákvörðun um að
framlengja verkefnið Sterkar Strandir um eitt ár, til loka árs 2024. Því er verkefnisstjórn
umhugað um að nýta viðbótartímann sem best í þágu samfélagsins í Strandabyggð.
Á opinberum vettvangi hefur komið fram að ágreiningur er til staðar í samfélaginu í
Strandabyggð og hefur verkefnisstjórn áhyggjur af að það gæti dregið úr framþróun,
þátttöku og virkni íbúa í verkefninu Sterkar Strandir og þar með árangri verkefnisins.
Verkefnisstjórn Sterkra Stranda mun ekki taka afstöðu í þeim málum sem kunna að
vera orsök ágreinings. Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri munu á hinn bóginn beina
kröftum sínum að framfaramálum sem íbúar hafa skilgreint í verkefnisáætlun Sterkra
Stranda, svo og styðja við frumkvæðisverkefni sem til framfara horfa að því marki sem
fjárhagur og kraftar verkefnisins leyfa.
Verkefnisstjórn vill enn fremur hvetja sveitarstjórn til að hafa forgöngu um að leitað
verði sátta í samfélaginu þannig að íbúar Strandabyggðar geti sameinast um að nýta
sér viðbótarár verkefnisins til hins ýtrasta, öllu samfélaginu til heilla.“

Því sem næst gengið til auglýstrar dagskrár.1. Umræður um dagskrá íbúaþings

a. Orkusetur býður fram fjarkynningu á breyttu umhverfi reglugerða varðandi
kyndingu á köldum svæðum. Samþykkt að þiggja myndbandskynningu ef
algerlega ómögulegt reynist að fá fulltrúa á staðinn. Sigurði falið að vinna
málið áfram.

b. Magnús Bjarnason frá Vestfjarðastofu verður með kynningu á
greiningarvinnu sinni á innviðum á Ströndum. Erindi samþykkt inn á
íbúafund.

c. Hótelkynning. Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, býður fram kynningu á
fyrirhuguðum framkvæmdum og skipulagi í tengslum við fyrirhugaða
hótelbyggingu á Hólmavík. Fundarmenn lýstu ákveðnum vonbrigðum yfir
því að fjárfestar sjálfir kæmu ekki til að flytja kynninguna og svara
spurningum fundarmanna. Samþykkt að fela Sigurði að halda samtalinu
áfram og finna leiðir til að nýta tæknina til að safna spurningum saman til
að koma til framkvæmdaaðilana, til dæmis með því að nota Slido.

d. Sigurður mun gera grein fyrir stöðu verkefna og markmiða á fundinum.
Fundarmönnum verður falin forgangsröðun verkefna á framlegningarárinu.

2. Uppfærsla frá verkefnastjóra um gang mála í hinum ýmsu verkefnum
Sigurður fór yfir ýmis mál sem tengjast Sterkum Ströndum, svo sem ósk
sveitarfélaga á Ströndum til forsætisráðuneytisins um stofnun sérstakrar
Strandanefndar; þingsályktunartillögu um stofnun miðstöðvar þjóðtrúar á
Ströndum; úthlutun Byggðastofnunar á allt að 500 tonna þorskígildiskvóta til
Hólmavíkur; starf minjavarðar á Vestfjörðum; og væntanlega komu borsins Trölla
til Gálmastrandar í heitavatnsleit.

3. Önnur mál
Aðalsteinn skýrði frá samræðum við Vegagerðina og aðra hlutaðeigandi aðila
varðandi vetrarþjónustu á Steingrímsfjarðarheiði.

Fleira ekki gjört. Fundi slitið kl. 16:12

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón