A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 9. apríl 2018

Fundur haldin í fræðslunefnd mánudaginn 9. apríl  kl. 17:00 í Hnyðju

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsdóttir sem einnig ritar fundargerð. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi situr einnig fundinn.

Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku koma kl 17:10 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Sigurvaldadóttir fyrir hönd starfsmanna og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra.

Fulltrúar Grunn og tónskóla eru boðaðir kl 18:00 og það eru: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra.

 Fulltrúi ungmennaráðs Guðrún Júlíana Sigurðardóttir mun einnig sitja fundinn.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

 1. Starfsáætlun Fræðslunefndar
  Formaður hefur verið í sambandi við ráðgjafa Tröppu um að gera starfsáætlun Fræðslunefndar. Unnið verður í skjalinu og það verður lagt fyrir á fundi í maí.
  Fulltrúar leikskólans koma inn á fundinn kl 17:10

  Málefni Leikskóla:
 2. Sumarlokun
  Lagt er til að leikskólanum verði lokað á sama tíma á hverju ári. Það er fjölskylduvænna að allir séu í sumarfríi sé á sama tíma. Börn sem eru að fara í grunnskólann eru treg að koma aftur í leikskólann aftur eftir sumarfrí og hefði verið betra að þau myndu þá ljúka skólagöngu í leikskóla þegar sumarfrí hefst. Einnig er skólaárið mislangt með núverandi móti. Samkvæmt skóladagatali ársins 2018 þarf ekki að hliðra til fríinu en þetta fyrirkomulag tekur þá gildi 2019. Núverandi sumarfrí hefst 04.07 og lýkur 09.08.2018

  Fræðslunefnd samþykkir að sumarfrí  í leikskólanum verði fast ár hvert og mun leikskólastjóri vinna skóladagatal samkvæmt því með samþykki sveitarstjórnar.

 3. Starfsmannamál
  Nú eru 4 starfsmenn að hætta störfum þegar skólaárinu lýkur og einn starfsmaður fer í fæðingarorlof. Leikskólastjóri mun auglýsa störfin þegar komið hefur í ljós hver þörfin er.

 4. Skóladagatal-drög
  Unnið hefur verið að því að sameina skóladagatöl leikskólans og grunnskólans. Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að klára skóladagatal til samþykktar fyrir fund í maí.  Leikskólastjóri óskar eftir viðbótar dögum fyrir endurmenntun starfsmanna eða einn auka dag. Fræðslunefnd samþykkir einn auka starfsdag.

 5. Starfsdagar og símenntun
  Nú eru fræðsludagar sameiginlegir og enn á eftir að setja niður dag fyrir sameiginlegt námskeið. Það mun skýrast á næstu dögum.

 6. Erindi frá foreldraráði varðandi mötuneyti.
  Foreldraráð óskar eftir því að það verði gert útboð á mötuneyti.
  Fræðslunefnd leggur til að mál varðandi kostnað við mötuneyti verði skoðuð og þegar samningur rennur út að þá verði útboð.

 7. Önnur mál leikskóla
  a). Leikskólastjóri óskar eftir viðbrögðum við hönnun á leikskólalóð sem var áætluð í fjárhagsáætlun. Fræðslunefnd tekur undir og óskar eftir svörum um stöðuna og ítrekar að mikilvægt er að klára lóðina.

  Fulltrúar Grunnskóla koma inn á fundinn kl 18:13
  Sameiginlegt mál Leikskólans Lækjarbrekku og Grunn- og tónskólans
 8. Skóladagatal, erindi frá foreldraráði.
  Nú hefur verið unnið að því að sameina skipulagsdaga allra skólastiga og skólum í nágrannasveitarfélögum. Stjórnendur reyna eftir fremsta megni að verða að óskum foreldra um sameiginlega starfsdaga.

  Fulltrúar Leikskólans fara af fundi kl 18:18
  Málefni Grunnskóla:
 9. Skóladagatal-drög
  Skólastjóri kynnir drögin. Umræða skapaðist um hvort ætti að hafa vetrarfrí. Fræðslunefnd leggur til að gerð verði könnun meðal foreldra og barna um hvort vilji sé fyrir því að hætta að setja á vetrarfrí. Vetrarfrí er sett á til að auka samveru fjölskyldna en raunin er sú að margir foreldrar eru í vinnu á meðan börnin eru í fríi.

 10. Starfsmannamál
  Stefnt er að því að auglýsa laus störf á næstu dögum ásamt leikskólanum og starfsfólki í tómstund.

 11.  Samfellan skýrsla
  Tómstundafulltrúi fer yfir skýrsluna.
  Þegar litið er yfir heildina gengur Samfellan vel og ánægja á meðal fólks með Samfelluna. Þeir ókostir sem hafa komið fram eru að nágrannabörn ná ekki að taka þátt í Geislaæfingum, það vantar upp á fagleika í tómstundastarfinu, það er skörun á tímum í íþróttasal, erfitt er að ráða þjálfara, tíminn sem tileinkaður er tómstundum er ekki nægur fyrir Geislaæfingar og nemendur þurfa að upplifa meira að tómstundin er þeirra frítími. Kostirnir sem komu fram eru að stór meirihluti foreldra er ánægðir, það er aukin nýting á íþróttasalnum, samvinna og samstarf hefur aukist á milli starfsstaða, aukin aðsókn í tómstundastarf, staðan er betri í starfsmannamálum og gæði hafa aukist í þjónustunni við börnin.

  Tel ég að ýmsir ókostir fari á betri veg eftir að tómstundafulltrúi er kominn til starfa að fullu aftur. Það komu líka hugmyndir að lausnum t.d. að fá tjald í íþróttasalinn og að endurskipuleggja stundatöfluna. Hluti af því sem kom fram er hægt að laga strax af forstöðumönnum enn annað ekki. Er þetta allt vert að skoða og taka afstöðu til fyrir næsta skólaár. Það er vilji til að halda áfram með Samfelluna og auka við hana. Hvort sem það verði eða ekki þarf sveitarstjórn að taka afstöðu sem fyrst svo rétti undirbúningur geti átt sér stað.

  Fræðslunefnd leggur til að sett verði upp útfærsla á næstu skrefum varðandi samfelluna fyrir næsta fund nefndarinnar sem verður 3. maí.

 12. Önnur mál Grunn- og tónskóla

  Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 19:19

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón