A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 6. júní 2011

 

Fundur haldinn í fræðslunefnd mánudaginn 6. júní 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins.  Mættir eru Snorri Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans , Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritar fundargerð.

Málefni leikskólans:


1. Starfsmannamál. Leikskólastjóri greindi frá því að Aðalbjörg Guðbrandsdóttir matráður hefur sagt starfi sínu lausu og Þuríður Friðriksdóttir fer í barneignarleyfi í ár og því er þörf á að auglýsa eftir 2 starfsmönnum sem munu byrja eftir sumarleyfi. Einnig hefur starfsmanni við ræstingar verið sagt upp störfum og er ætlunin að sameina starf matráðs og ræstitæknis með haustinu. Er reiknað með að auglýst verði eftir tveimur 100% stöðum.


2. Önnur mál: a) Einhverjar breytingar verða gerðar innanhúss nú við sumarlokun leikskólans. b) Leikskólastjóri ásamt starfsmönnum er að kanna stefnur ýmissa leikskóla til að geta mótað stefnu leikskólans Lækjarbrekku.

Nú víkja fulltrúar leikskólans af fundi og Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri, Hildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri, Lára G. Agnarsdóttir fulltrúi kennara, Kristinn H. Schram fulltrúi foreldra grunnskólans og Katla Kjartansdóttir nefndarmaður.

Málefni grunnskólans:


3. Starfsmannamál: Umsóknir um stöðu tungumálakennara voru tvær en þar sem hvorugur umsækjandi hefur leyfisbréf til kennslu verður auglýst fljótlega aftur. Ein umsókn barst um stöðu tónlistarkennara frá Borgari Þórhallssyni. Ákveðið er að mæla með Borgari í stöðuna. Nú véku Bjarni Ómar Haraldsson og Ingibjörg Sigurðardóttir af fundi. Auglýstar voru þrjár stöður stuðningsfulltrúa og bárust þrjár umsóknir. Ákveðið er að ráða Steinar Inga Gunnarsson sem stuðningsfulltrúa á unglingastig og í lengda viðveru og Öldu Guðmundsdóttur sem stuðningsfulltrúa á yngsta stigi og í lengda viðveru. Varðandi þriðju umsóknina var ákveðið að ræða við umsækjandann nánar og afla frekari upplýsinga. Nú komu Bjarni Ómar Haraldsson og og Ingibjörg Sigurðardóttir afturinn á fundinn og Hildur Guðjónsdóttir vék af fundinum. Tvær umsóknir bárust um stöðu aðstoðarskólastjóra frá Hildi Guðjónsdóttur starfandi aðstoðarskólastjóra og Svönu Friðriksdóttur kennara. Ákveðið var að meta umsækjendur eftir fyrirliggjandi gögnum og samkvæmt því mæla með að Hildur verði ráðin í stöðuna frá 1. ágúst n.k. Þetta var einróma samþykkt. Hildur kom aftur inn á fundinn.


4. Önnur mál: Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að gangast í að framkvæmdir hefjist innanhúss sem fyrst og ítrekar áskoranir frá síðasta fundi.


Fundargerð lesin upp og samþykkt .  Fundi slitið kl. 18.15

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón