A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 28. febrúar 2011

Fundur haldinn í fræðslunefnd á skrifstofu Strandabyggðar þann 28. Febrúar 2011 og hófst hann kl. 16.35.  Mættir eru Steinunn Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ragnar Bragason, Snorri Jónsson og Salbjörg Engilbertsdóttir.

 
1. Kosning formanns. Steinunn Þorsteinsdóttir hefur sagt af sér sem formaður nefndarinnar en eftir nánari skoðun hefur hún áhuga á að draga uppsögnina til baka. Ákvörðun hennar var fagnað með lófataki. Snorri Jónsson óskar eftir að segja af sér sem varaformaður og samþykkir nefndin það og mælir með Ingibjörgu Sigurðardóttur sem varaformanni. Samþykkt samhljóða.

2. Staðardagskrá 21. Frestað til næsta fundar.

3. Erindisbréf fræðslunefndar. Vísað til sveitarstjórnar.

4. Áskoranir skólaráðs til fræðslunefndar. http://strandabyggd.is/skolarad/

a. Áskorun vegna skólaaksturs 2.sept 2010. Fræðslunefnd telur skólabílstjóra hafa sinnt sínu starfi með sóma og að þeir leiti sér upplýsinga ef þörf krefur varðandi færð og veðurskilyrði.

b. Áskorun skólaráðs um úttekt á sérfræðiþjónustu frá 9. Sept. 2010. Er í vinnslu hjá Strandabyggð.

c. Áskorun um að skoða aðgengi fatlaðra við skólann frá 9. sept. Vísað til sveitarstjórnar.

d. Áskorun um úrbætur á skólalóð og skólahúsnæði frá 13. jan. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að vinna að úrbótum á skólalóð og húsnæði skólans hið fyrsta og óskar fræðslunefnd eftir svörum frá sveitarstjórn um í hvað farvegi málið sé og hvað tefji það að framkvæmdir hefjist.

 

Fræðslunefnd þakkar skólaráði fyrir vel unnin störf og þakkar ábendingarnar.

5. Reglur um fjarveru starfsmanna vegna náms. Farið yfir reglur um námsleyfi starfsmanna og gerðar tillögur þar um til sveitarstjórnar.

6. Önnur mál.

a. Skólavogin, tilraunaverkefni á vegum Sambands Ísl. Sveitarfélaga . Lagt fram til kynningar.

 

Fulltrúar leikskólans mættu nú á fundinn: Hlíf Hrólfsdóttir, Kolbrún Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir.

                                                                             
Leikskólamál:
 
7. Sumarleyfi 2011. Starfsmenn leikskólans mæla með að áður auglýst sumarleyfi sem átti að vera 14. júní-20. júlí færist þannig frá 20. júní - 22. júlí Opnað verður á ný 27. júlí vegna starfsdaga.

8. Umræður um breytingu á inntökuskilyrðum barna á leikskólann. Fræðslunefnd leggur til að inntökualdur barna verði óbreyttur.

9. Önnur mál.

a. Þróunarverkefni hefur verið í vinnslu á leikskólanum og er nú verið að prufukeyra forláta matarvagn og gengur það verkefni vel. Engin önnur mál.

 

Sameiginleg mál:


Nú mættu fulltrúar grunn og-tónskóla á fundinn: Lára G. Agnarsdóttir, Stefán Jónsson og Bjarni Ómar Haraldsson.

 
10. Lokanir vegna veðurs. Samræmdar reglur. Fræðslunefnd mælir með að leikskóli fylgi grunnskóla ef ákveðið er að loka grunnskóla vegna veðurs.

11. Önnur mál. a. Bjarni spyr hvernig gangi með notkun skólabíls hjá leikskólanum og hefur það gengið vel. Snorri talar um að setja dagskrá beggja skólanna í skólabílinn til að auðvelda afleysingabílstjórum að sinna skipulaginu. Fræðslunefnd óskar eftir skriflegum reglum varðandi skólaakstur frá sveitarstjórn.

 

Engin önnur mál.  Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl. 18.45

 

Grunnskóla- og Tónskólamál:

12. Breytingar á skóladagatali 2011. Lagt fram til kynningar og samþykkt samhljóða. Leiðrétt skóladagatal er birt á vef grunnskólans.

13. Tónskóli, starfsmannamál. Viðar Guðmundsson hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 30. apríl. Ljóst er að auglýsa þurfi eftir gítar, bassa og -slagverkskennara á miðstigi hið fyrsta í stöðu frá 1. ágúst n.k.

14. Ályktun frá F.T, F.Í.H, S.T, og tónlistarnemendum. Lagt fram til kynningar.

15. Önnur mál.

a. Norrænir samspilsdagar verða haldnir 28. apríl til 1. maí í Årslev í Danmörku og mun Stefán Jónsson fara fyrir hópnum ásamt fjórum nemendum. b. Árshátíð skólans verður haldin 25. mars n.k og verður þar flutt leikrit tengt 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík.

 

Fleira ekki fyrirtekið og fundi slitið kl. 19.14

 

Salbjörg Engilbertsdóttir  (sign)                                Lára Guðrún Agnarsdóttir (sign)

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)                                Stefán Jónsson (sign)

Ingibjörg Sigurðardóttir (sign)                                   Bjarni Ómar Haraldsson (sign)

Ragnar Bragason (sign)                                                Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

Snorri Jónsson (sign)                                                    Kolbrún Þorsteinsdóttir (sign)

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 1. mars 2011.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón