A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd - 3. desember 2018


Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 3. desember 2018, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu: Eiríkur Valdimarsson, Jón Jónsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Díana Jórunn Pálsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Erindisbréf
Umfjöllum um erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar, sem samþykkt var á síðasta fundi, í framhaldi af afgreiðslu sveitarstjórnar á fundargerð nefndarinnar.

Kynnt.


2. Borgabraut 37
Erindi frá eigendum hússins þar sem óskað er eftir útskýringum og rökum fyrir höfnun nefndarinnar á stækkun lóðarinnar við Borgabraut 37.

Nefndin sér ekki ástæðu til að falla frá fyrri ákvörðun um að hafna stækkun lóðarinnar. Helstu rök nefndarinnar fyrir höfnuninni eru þau að þar sem allar lóðirnar á svæðinu eru að upphaflegri stærð telur nefndin æskilegt að halda lóðarstærðum óbreyttum enda er það skipulagt fyrir frístundabyggð.


3. Deiliskipulag Árneshreppi
Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa Árneshrepps þar sem óskað er umsagnar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.


4. Hafnarbraut 22
Umsókn um breytta notkun á húsinu við Hafnarbraut 22. Húsið er nú skráð sem geymsluhúsnæði en verður nýtt fyrir sölu gistingar og léttra veitinga. Einnig er sótt um að byggja sorpgeymslu/geymslu við húsið. Sjá nánar á meðfylgjandi teikningum.

Erindið samþykkt.


5. Bílastæði við Hafnarbraut 20 og 22
Eigandi húsanna við Hafnarbraut 20 og 22 óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið um gerð bílastæða milli húsanna og Skjaldbökuslóðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla þeirra gagna sem til eru um framtíðar skipulag svæðisins milli Höfðagötu og Skjaldbökuslóðar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.


6. Íþróttamiðstöð
Erindi frá Strandabyggð þar sem óskað er eftir heimild til að setja hurð út úr kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Hurðin verður staðsett á norðurgafli hússins. Steyptir verða stoðveggir utan við hurðina til að halda við jarðvegsfyllingu sem þar er.

Erindið samþykkt.


7. Önnur mál
a) Umferðarsamþykkt
Spurt er um stöðu mála varðandi umferðarsamþykt fyrir Strandabyggð sem m.a. var rætt um á fundi nefndarinnar þann 9. júlí s.l.

 

 


Eiríkur Valdimarsson
Jón Jónsson
Hafdís Gunnarsdóttir
Jóhann Björn Arngrímsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Díana Jórunn Pálsdóttir
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón