A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 13. desember 2021

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 13. desember 2021, kl. 17:00 í Hnyðju á Hólmavík.

Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað sat Júlíana Ágústsdóttir. Auk þess mættu Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


1. Skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar.

Lögð fram skipulagslýsing frá Landmótun vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulaglýsing verði samþykkt sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar.

Samþykkt samhljóða.


2. Jón Halldór Kristjánsson, umsókn um byggingarleyfi að Miðtúni 9.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt og verði sett í formlegt ferli. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir þeim sem málið varðar.


3. Pétur Matthíasson, umsókn um byggingarleyfi, breytt útlit.

Hafdís Sturlaugsdóttir yfirgaf fundarsal undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina.

Hafdís Sturlaugsdóttir sneri aftur á fundinn.


4. Einar Indriðasson, umsókn um byggingarleyfi, breytt útlit.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina.


5. Strandabyggð, gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Strandabyggð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að drög að breytingu á gjaldskránni verði samþykkt .


6. Önnur mál

a. Ágúst Helgi Sigurðsson sækir um minniháttar efnistöku úr gamalli grjótnámu.

Ágúst Helgi Sigurðsson yfirgefur fundarsalinn undir þessum lið.

Fyrir liggur umsókn um minniháttar efnistöku úr gamalli grjótnámu á Broddaneshlíð. Samþykki landeigenda liggur fyrir og er framkvæmdin gerð í samráði við Landgræðsluna. Um er að ræða nauðsynlega framkvæmd vegna landbrots Þrúðardalsár. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

Ágúst Helgi Sigurðsson sneri aftur á fundinn.

b. Framkvæmdaleyfi almennt um skógrækt í Strandabyggð.

Afgreiðsla framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.
Samkvæmt 13. gr. skipulagslaga skal afla framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar vegna framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Undir þetta fellur skógrækt. Jafnframt kunna skógræktaráform að vera matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er það á hendi sveitarstjórnar að taka afstöðu til þess sé áformuð skógrækt á svæði sem er minni en 200 ha að stærð.

Heimilt er að veita framkvæmdaleyfi þótt ekki liggi fyrir deiliskipulag en í 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga en þar segir að framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar og deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn veitt framkvæmdaleyfi að undangenginni grenndarkynningu, sé um að ræða framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Auk þess skal sveitarstjórn leita umsagna viðeigandi umsagnaraðila áður en tekin er afstaða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Um grenndarkynningu fer skv. 44. gr. með þeim undantekningum sem þar eru tilgreindar.

Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar þar sem flokkun landbúnaðarlands verður útfærð, meðal annars í tengslum við skógrækt.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ofangreint verklag verði samþykkt.


Fundi slitið kl 18:15

 

Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Jóhann Björn Arngrímsson
Ágúst Helgi Sigurðsson
Júlíana Ágústsdóttir
Þórður Már Sigfússon
Grettir Örn Ásmundsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón