A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 10. september 2012

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 10. september 2012, kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Elfa Björk Bragadóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir, Stefán Jónsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem var í símasambandi og ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Miðtún 15-19, grenndarkynning
Grenndarkynningu vegna óska lóðarhafa, Hornsteina ehf. um breytingu á nýtingu lóðanna við Miðtún 15 - 17 úr parhúsalóð í þriggja íbúða raðhúsalóð er lokið, engar athugasemdir bárust.

Þar sem engar athugasemdir hafa borist við grenndarkynninguna leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að heimilt verði að gefa út byggingarleyfi fyrir þriggja íbúða raðhúsi berist umsókn um slíkt frá lóðarhafa.


2. Grenndarkynningar
Lögð fram gögn frá Landmótun ehf. fyrir grenndarkynningar vegna breytinga á nýtingu lóðanna við Lækjartún 9, Miðtún 9 og nýrra lóða við Höfðatún 1 og 3.

Lækjartún 9; samþykkt að gera þá breytingu á tillögunni að heimilt verði að reisa hús á einni til tveimur hæðum með mænishæð sem taki tillit til hæða á Lækjartúni 7 og 11 og senda hana þannig í grenndarkynningu til eigenda húsanna við Lækjartún 7, 8, 10, 11 og 12 og Vesturtún 1.
 

Miðtún 9; samþykkt að senda tillöguna í grenndarkynningu til eigenda húsanna við Miðtún 5, 7, 11, og 13, Lækjartún 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 20 og Höfðatún 4.


Höfðatún 1-3; samþykkt að senda tillöguna í grenndarkynningu til eigenda við Austurtún 2, 4, 6, 8, 10 og 12, Víkurtún 1, 3, 5, 7, 9, og 11, Miðtún 1 og Höfðatún 4.
 

3. Hafnardalur
Kynnt gögn og fyrirspurn frá eigendum jarðarinnar Hafnardalur vegna breytinga á árfarvegi Hafnardalsár sem skiptir löndum milli Nauteyrar og Hafnardals.

Erindið kynnt og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggingarfulltrúa falið að afla frekar upplýsinga frá hlutaðeigendum um málið.


4. Fjarskiptamastur á Ennishálsi.
Erindi frá Neyðarlínunni þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp 30 m mastur við fjarskiptahús Mílu á Ennishöfða. Tilgangurinn er að bæta fjarskiptasamband á staðnum og gera umhverfið snyrtilegra með því að fjarlægja fjölda tréstaura sem eru nú á staðnum.

Erindið samþykkt.
 

5. Önnur mál
a) Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar á drögum að heildstæðu frumvarpi til náttúrverndarlaga.
Lagt fram til kynningar, nefndin gerir ekki athugasemdir.
  

b) Erindi frá Birgi H. Péturssyni þar sem hann sækir um heimild til að reisa geymsluhús á lóðinni við Borgabraut 25.
Erindinu hafnað þar sem geymsluhúsið er of stórt til að uppfylla kröfur um fjarlægðir frá sumarhúsinu og lóðarmörkum.


c) Slökkvivatn
Slökkviliðsstjóri vekur athygli á að slökkvivatn er ekki nægjanlegt í Höfðahverfi í dag og þarf að bæta það ástand sem fyrst ef íbúðarhúsum fer að fjölga í hverfinu.

 

Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Elfa Björk Bragadóttir
Hafdís Sturlaugsdóttir
Stefán Jónsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón