A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 6. júlí 2015

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

6. júlí  2015,  kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Már Ólafsson, Valgeir Örn Kristjánsson Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

1.            Hafnarbraut 2

Lagt fram lóðarblað fyrir lóðina við Hafnarbraut 2 á Hólmavík.  Samkvæmt eldra lóðarblaði var lóðin sögð vera 3819 fermetra en verður nú 3211 fermetrar. 

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd staðfestir nýtt lóðarblað fyrir Hafnarbraut 2 þar sem lóðarstærð er 3211 fermetrar enda ekki hægt að ná stærri lóð vegna nálægðar við fjöru, þjóðveg og aðliggjandi lóð.

 

 

2.      Borgabraut 23

Tekið fyrir að nýju erindi frá Þresti Vilhjálmssyni og Lindu D. Pétursdóttir þar sem sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús þeirra að Borgabraut 23.  Grenndarkynning hefur farið fram og barst umsögn frá Þorgeiri Pálssyni og Hrafnhildi Skúladóttir eigendum Borgabrautar 27.

 

Í bréfi þeirra Þorgeirs og Hrafnhildar kemur m.a. fram að þau telji húsið, eftir breytingar, mun stærra en meðalstærð húsa á svæðinu og komi til með að skerða útsýni frá þeirra húsi.  Stærð hússins sé of mikil miðað við stærð lóðar enda hafi fyrrverandi sveitarstjóri ávallt sagt við undirritaðan (ÞP) að lóðin (23) væri í augum sveitarfélagsins ónýt og að aldrei yrðir byggt á henni. 

Þá segir einnig:  „Svona væri hægt að halda áfram. Það er hins vegar óvíst að það þjóni nokkrum tilgangi, en öllum má hins vegar vera ljóst að við, eigendur að Borgabraut 27 erum langt frá því ánægð með fyrirhugaðar framkvæmdir og það að þarna skuli yfir höfuð vera hús.“

 

Í niðurlagi athugasemda Þorgeirs og Hrafnhildar segir

„Niðurstaða okkar eigenda að Borgabraut 27 er því þessi:“

,,Fyrri stjórnsýsla Strandabyggðar braut gildandi deiliskipulagi í tvígang þannig, að erfitt er að sjá að núvarandi stjórnsýsla sé bundin að því skipulagi sem þó telst í gildi.  Þess vegna má ætla að meiri líkur séu á því en minni að stækkunin að Borgabraut 23 verði samþykkt. Við erum ekki sátt við þessa þróun, né þessa stækkun, enda rýrir hún gæði okkar eignar. Við mótmælum vinnubrögðunum, en leggjumst ekki formlega gegn framkvæmdinni, enda skiljum við vel hug eigenda að Borgabraut 23 og er okkar skoðun í engu beint að þeim persónulega.

 

Um leið og þetta er sagt, áskiljum við okkur rétt til stækkunar að Borgabraut 27, í takt við þessa þróun, enda lítum við svo á að núverandi deiliskipulag sé í raun ómarktækt. Við óskum eftir staðfestingu af hálfu Strandabyggðar á því að a) núverandi skipulag sé í raun úrelt, sbr ofannefnd atriði og b) að þar með muni gilda ný viðmið um stærð og lögun húsa sem eftir á að móta, en að íbúar geti í framtíðinni stækkað núverandi eignir í takt við það sem nú virðist framundan að Borgabraut 23”.

 

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að ekki sé í gildi deiluskipulag fyrir þetta svæði.  Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að unnið verði deilsikipulag af svæðinu þar sem m.a. komi fram stækkunarmöguleikar núverandi húsa.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umbeðna viðbyggingu við sumarhúsið við Borgabraut 23.

 

 

3.      Skúfnavatnavirkjun

Erindi frá Gunnari G. Magnússyni þar sem hann, fyrir hönd VesturVerks ehf., óskar eftir leyfi til að fara með jarðvinnuvélar (jarðýtu og beltagröfu) og sérútbúna torfærubifreið að áætluðu virkjanasvæði Skúfnavatnavirkjunar og áfram yfir á Hvalársvæðið.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld.  Nefndin beinir því til framkvæmdaaðila að svarðlagi verði haldið til haga og notað við uppgræðslu að verki loknu, sjá rit Umhverfisstofnunar um námur-efnistökur og frágang, þess verði gætt að ekki myndist vatnsrásir í vegslóðunum og að verkið verði unnið í samráði við fulltrúa sem sveitarfélagið tilnefnir.

 

 

4.      Borgabraut 17

Erindi frá Sævari Benediktssyni þar sem hann sækir um leyfi til breytinga á gluggum á efri hæð Borgabrautar 17 til samræmis við glugga á neðri hæð hússins.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umbeðnar breytingar.  Áður en framkvæmdir hefjast skal húseigandi skila breyttum teikningum af húsinu til byggingarfulltrúa.

 

 

5.      Hafnarbraut 25

Erindi frá Guðmundi Jónssyni þar sem hann, fyrir hönd Fasteignafélagsins Dranga ehf., sækir um leyfi til að gera breytingar á Hafnarbraut 25 í samræmi við meðfylgjandi teikningar. 

 

Nefndir samþykkir umbeðnar breytingar með fyrirvara um samþykki meðeiganda hússins.

 

 

6.      Hafnarbraut 25

Erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn á umsókn Fasteignafélagsins Dranga ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististaði án veitinga að Hafnarbraut 25. 

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

 

 

7.      Önnur mál

            Engin önnur mál.

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Már Ólafsson

Valgeir Örn Kristjánsson

Einar Indriðason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón