A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd 17. nóvember 2011

 

Fundur haldinn í byggingar-, umferða- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 17. nóvember 2011 kl. 18.15 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Valgeir Kristjánsson, Hafdís Sturlaugsdóttur,  Jóhann L. Jónsson varamaður, Rósmundur Númason varamaður og Ingibjörg Emilsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 
1.      Framkvæmdaleyfi fyrir gerð fiskivegar í Lágadalsá.

Umsókn frá Hallvarði Aspelund þar sem hann, fyrir hönd eigenda jarðanna Lágadals og Tungu, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að gera fiskveg í Kirkjufoss í landi Tungu. Meðfylgjandi umsókninni er bréf frá Fiskistofu þar sem fallist er á framkvæmdina.

 

2.      Sumarhúsabyggð í Lágadal.

Erindi frá Hallvarði Aspelund, fyrir hönd landeigenda í Lágadal, þar sem óskað er álits á þeirri hugmynd að reisa allt að 20 sumarhús vestan megin við veginn neðan Kúludals í Lágadal.  Breyta þarf aðalskipulagi og í framhaldinu gera deiliskipulag fyrir svæðið.

 

3.      Aðalskipulag Árneshrepps.

Erindi frá oddvita Árneshrepps þar sem fram kemur að auglýsa þurfi á ný tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2010-2030.  Ástæðan er breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni vegna legu háspennulína frá Hvalárvirkjunar en þar er nú miðað við að línan fari um Húsadal, yfir Tagl, ofan við botn Reykjafjarðar og suður Trékyllisheiði til Steingrímsfjarðar.  Hreppsnefnd Árneshrepps fer þess á leit við sveitarfélagið að það veiti umsögn um fyrirhugaða háspennulínu.  Einnig að það staðfesti að það sé reiðubúið að gera breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins ef og þegar til þessara framkvæmda kemur.

 

4.      Kópnes.

Bréf frá Brynju Rós Guðlaugsdóttir þar sem hún, fyrir hönd Félags áhugamanna um varðveislu á Kópnesi á Hólmavík, fer fram á að félaginu verði úthlutað lóð þeirri er Kópneshúsin standa á, auk húsanna sjálfra.

 

5.      Önnur mál

 

Og þá var gengið ti dagskrár:

 

1.      Framkvæmdaleyfi fyrir gerð fiskivegar í Lágadalsá.

Umsókn frá Hallvarði Aspelund þar sem hann, fyrir hönd eigenda jarðanna Lágadals og Tungu, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að gera fiskveg í Kirkjufoss í landi Tungu. Meðfylgjandi umsókninni er bréf frá Fiskistofu þar sem fallist er á framkvæmdina.

Nefndin samþykkir erindið.

 

2.      Sumarhúsabyggð í Lágadal.

Erindi frá Hallvarði Aspelund, fyrir hönd landeigenda í Lágadal, þar sem óskað er álits á þeirri hugmynd að reisa allt að 20 sumarhús vestan megin við veginn neðan Kúludals í Lágadal.  Breyta þarf aðalskipulagi og í framhaldinu gera deiliskipulag fyrir svæðið.

Nefndin tekur vel í erindið og beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja erindið og leggur til að kostnaður við skipulagsvinnuna verði samningsatriði milli sveitarfélagsins og umsækjenda.

 

3.      Aðalskipulag Árneshrepps.

Erindi frá oddvita Árneshrepps þar sem fram kemur að auglýsa þurfi á ný tillögu að Aðalskipulagi Árneshrepps 2010-2030.  Ástæðan er breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni vegna legu háspennulína frá Hvalárvirkjunar en þar er nú miðað við að línan fari um Húsadal, yfir Tagl, ofan við botn Reykjafjarðar og suður Trékyllisheiði til Steingrímsfjarðar.  Hreppsnefnd Árneshrepps fer þess á leit við sveitarfélagið að það veiti umsögn um fyrirhugaða háspennulínu.  Einnig að það staðfesti að það sé reiðubúið að gera breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins ef og þegar til þessara framkvæmda kemur.

Engar athugasemdir eru gerðar við skipulagið. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta að það sé reiðubúið að gera breytingar á aðalskipulagi ef og þegar til þessara framkvæmda kemur.

 

4.      Kópnes.

Bréf frá Brynju Rós Guðlaugsdóttir þar sem hún, fyrir hönd Félags áhugamanna um varðveislu á Kópnesi á Hólmavík, fer fram á að félaginu verði úthlutað lóð þeirri er Kópneshúsin standa á, auk húsanna sjálfra.

Nefndin beinir því til byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að klára að skrá húsin á félagið. Nefndin vill einnig bæta því við að félaginu verði gefinn ákveðinn frestur til að hefjast handa við að gera upp húsin. 

 

5.      Önnur mál

a.      Varðandi lóðamál Kópnesbrautar 4 og 4b

Nefndin vill að málið verði tekið upp að nýju og beinir því til sveitarstjórnar að óska eftir rökstuðningi frá báðum aðilum um ástæður þeirra fyrir þörf á stærri lóð.


b.     
Erindi frá Skipulagsstofnun um drög að nýrri  skipulagsreglugerð.

Nefndin gerir engar athugasemdir við skipulagsreglugerðina.


c.      
Athugasemdir frá Halldóri S. Halldórssyni vegna stofnun nýrrar lóðar í landi jarðarinnar Hrófberg.

Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.


d.     
Teikning frá Æði ehf. af Höfðagötu 14

Nefndin beinir því til byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra að ganga frá erindinu.


e.      
Erindi frá Jóhanni L. Jónssyni vegna lóðar í Skothúsvík sem honum var úthlutað.

Byggingarfulltrúa falið að ganga frá erindinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15

 

Ingibjörg Emilsdóttir

Hafdís Sturlaugsdóttir

Jóhann L. Jónsson

Rósmundur Númason

Valgeir Kristjánsson

Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi var í símanum.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón