A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd - 20, október 2009.

Þriðjudaginn 20. október 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00.  Mættir voru, Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Hannes Leifsson og Már Ólafsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

 

  • 1. Teikningar af Lækjartúni 23.
  • 2. Önnur mál.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Borist hafa nýjar teikningar af Lækjartúni 23 þar sem gert er ráð fyrir íbúð í vinnustofunni sem búið er að reisa. Samþykkt er að verða við erindinu með tveimur greiddum atkvæðum gegn því að nágrannar samþykki breytta notkun hússins og teiknuð verði inn bílastæði. Einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá.
  • 2. Önnur mál. Borist hefur erindi frá Ingvari Péturssyni f.h. Hlakkar ehf. þar sem óskað er eftir að fá að setja niður balageymslugám á gámasvæðinu við höfnina. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu. Þá barst bréf frá Karli V. Jónssyni þar sem hann óskar eftir samþykki byggingarnefndar um lóðarnýtingu og notkun fasteignar til reksturs hjólbarðaverkstæðis. Vísað er til fyrri afgreiðslu þar sem bent er á að ekki er heimilt að reka verkstæði inn í íbúðarhverfi.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fundi slitið kl.17:40.

 

 

Jóhann L. Jónsson   (sign)         Snorri Jónsson   (sign)              Már Ólafsson   (sign)    

 

Hannes Leifsson   (sign)             Ásdís Leifsdóttir   (sign) 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón